Sveitarfélögin ýti undir nýsköpun.

Sveitarfélögin eru í dag með stærstu vinnuveitendum landsins. Hjá Kópavogi t.d. starfa yfir 1500 manns. Bæjarfélögin geta sannarlega komið að nýsköpun í atvinnulífi, ekki bara með fjárframlögum, heldur líka með því að skapa aðstöðu, veita stuðning, leiðbeina.

Eitt af þeim verkefnum sem VG í Kópavogi hafa lengi talað fyrir er uppbygging á Kópavogstúninu og við gamla Kópavogshælið, menningartengt verkefni sem Þorleifur Friðriksson og fleiri hafa m.a. vakið athygli á. Þar mætti gera sögu og menningu bæjarins skil, hafa veitingasölu, gestamóttöku osfrv.

Saga Kópavogs er nefnilega ekkert minna markverð en annarra svæða, en ef enginn veit af henni gefur henni enginn gaum. Gamla Kópavogshælið er teiknað af Guðjóni Samúelssyni og gæti sómt sér vel sem hluti af menningarsögu bæjarins. Gamli Kópavogsbærinn, elsta steinhús í bænum ekki langt undan, minjar um Kópavogsfundinn, leirurnar og svo mætti lengi telja.

Hér gætu verið á ferðinni mörg sprotaverkefni, bæði stór og smá, en bærinn þarf að gefa þeim gaum og búa í haginn svo þau komist af stað. Nú er  tími  skapandi frumkvæðis, og bæjaryfirvöld í Kópavogi og annars staðar eiga að ýta undir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband