Ferlega eitthvað 2007

Það er með ólíkindum hvað þessi aðgerð Granda manna er eitthvað 2007. Greinilegt að þeir Ólafur Ólafsson og Kristján Loftsson sem eru meðal aðaleigenda fyrirtækisins, eru engan veginn í takt við samfélagið.

Í mínum huga er þetta sambærilegt við AIG tryggingarisann í BNA sem greiddi stjórnendum milljóna bónusa (þrátt fyrir að fyrirtækið væri rekið með milljarða tapi á s.l. ári) á sama tíma og þeir nutu gríðarlegra ríkisstyrkja.

Ég hef áður talað um hér á blogginu að útrásarvíkingarnir ættu að sýna manndóm og deila kjörum með þjóðinni. Hér er eitt slíkt tækifæri.

Reiði verkalýðshreyfingarinnar er réttlát, og hún á að knýja þessa menn til að taka þetta til baka, öðrum kosti standi þeir við gerða samninga.


mbl.is „Hreinlega siðlaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, 100% tek undir þetta, Ólafur.   Maður skammast sín fyrir að búa í sama landi og H.B.Grandi og hinir ýmsu peningagróðaníðingar.  Spilling peningaræningja er enn við lýði og í fullum gangi.   Ómanneskjulegt og rotið.  Þeir hljóta að verða þvingaðir til að borga vinnufólkinu hækkunina fyrst.

EE elle (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Áform um greiðslur arðs eða árangurstengdra bónusa til stjórnenda fyrirtækja sem eru á "life support system" frá hinu opinbera vegna slæmrar afkomu eru náttúrlega þversagnir. 

Telja má næsta víst að EKKI hafi verið gert ráð fyrir bónus nema afkoman væri góð. Hjá AIG er þetta algjörlega út í hött því þessi bransi dró kvið á síðasta ári og stjórnendur eiga þar af leiðandi vart rétt að bónusgreiðslum.

Fiskiðja á Íslandi gengur svona la-la, en menn verða samt að taka tillit til kringumstæðna í samfélaginu á breiðum grundvelli. Einn af þeim sem á að fá greiddan arð hjá HB-Granda, vildi líka ganga að rústunum af Kaupþingi og innheimta gróðann af veðmáli sínu gegn krónunni. Eins og maðurinn sagði: "Need I say more?"

Flosi Kristjánsson, 19.3.2009 kl. 13:41

3 identicon

No, you do not.

EE elle (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 13:59

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hverjir í stjórn Granda gæta hagsmuna smærri hluthafa?  Nú kemur berlega í ljós hversu stjórnarhættir íslenskra fyrirtækja eru vanþróaðir.  Meirihluti stjórnenda almenningshlutafélaga þurfa að vera óháðir stærstu hluthöfum og yfirmönnum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.3.2009 kl. 16:27

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

'Eg verð að segja það að fyrst svona margir milljarðar, eða kúkamilljón einog börn á Akureyri sögðu einu sinni um ógeðslega háar upphæðir,  finnast á lausu í bókhaldi HB Granda, Þá er fyrirtækið vel stætt og vel rekið.

En ef þetta er enn eitt dæmið um að skuldugir "fjárfestar" eru að "losa fé" með aðstoð bankanna uppá vertíðarafkomu framtíðarinnar þá er þetta siðlaust með öllu og hreinlega eitthvað verra.

Þar sem ég tel mig vita að málið fæst ekki upplýst fyrr en við gjaldþrot HB Granda sem að öllum líkindum er á næsta leyti segjum 6 mánuði. Þessi aðgerð er "symptom" einsog það heitir í læknisfræði um mjög aðframkomið fyrirtæki. Eigendur gera á því aðgerð sem þeir telja vænlegasta til framhaldslífs athafna sinna. Fyrirtækið HB Grandi er sennilega búið að syngja sitt síðasta.

Gísli Ingvarsson, 19.3.2009 kl. 17:40

6 identicon

Ef sérhæfur starfsmaður eftir 7ár hjá Granda er með 154.500 fyrir fulla vinnu,þá er farið verulega illa með þá sem hafa lægri starfsaldur.Þessi laun eru ekki fólki bjóðandi.Þessi laun hjálpa valla fólki sem sekkur æ dýpra í skuldafen.Fólk hlýtur að sjá að það er verið að níða niður þá sem hafa lítið milli handanna og þar sýnir HB Grandi sitt rétta andlit.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband