Vonandi er Davíð Oddsson ekki með Alzheimers sjúkdóm

Það er sorglegt þegar maður sem sjálfur hefur gengið í gegnum alvarleg veikindi, hefur aðra banvæna sjúkdóma í flimtingum , og óskar öðrum þess að fá þá. Er örvænting Sjálfstæðismanna virkilega slík að svona málflutningur eigi upp á pallborðið ?

 


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég gekk af göflunum þegar ég las þetta en þú þekkir þennan sjúkdóm manna best Ólafur. Þetta var meira en ömurlegt þetta var viðbjóður

Finnur Bárðarson, 28.3.2009 kl. 18:36

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Sammála. Að hann skuli óska þess að einhver hafi Alzheimer... Ætlum við aldrei að losna við þennan mann?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.3.2009 kl. 18:45

3 Smámynd: Hekla Sól Ásdóttir

Sælir. Mér finnst hann ganga of langt þegar hann segir að synjun Ólafs Ragnars Grímssonar á því að staðfesta fjölmiðlalögin, hafa verið „mesta pólitíska skemmdarverk“ seinni tíma á Íslandi. Þetta er bein árás á VG sem studdu útrásavíkingana í ræðu og riti á sínum tíma þanna sannleik hefði hann ekki átt að koma inn á þegar Davíð kemur inn á sukk VG og Baugs sem best er að gleyma. Eftir það hefðu útrásarvíkingarnir eignast allra frjálsa fjölmiðla með hjálp VG og nánast útilokað hefði verið að halda uppi nauðsynlegri gagnrýni á þá.

Hekla Sól Ásdóttir, 28.3.2009 kl. 18:49

4 identicon

Veikur er Davíð  það  allir nú vita

vitnar í Jesú og Alzheimer

hans orðljóta ræða var ömurleg skita

örvita sjúklings á sjálfum sér.

hafsteinn sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 22:13

5 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Tek undir það að ég held að Davíð sé ekki með sjálfum sér, ég vinn við aðhlynningu Alzheimer- sjúklinga og veit ferlið hjá þeim sem greinast með Alzheimer. Davíð Oddsson á að skammast sín. 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 28.3.2009 kl. 22:49

6 identicon

Davíð er bestur og flottastur og Guðbjörg skammast þú þín bara sjálf!!!!!!!!

Anna (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 23:30

7 identicon

En Guðbjörg Elín er flott og Anna skammastu þín sjálf!

Guðmundur (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 23:50

8 identicon

Þjóðnýðingur No 1:Davíð Oddsson.Eftir þessa svokölluðu ræðu hans fara atkvæðin að hrynja af Sjálftökuflokknum,og er það vel.

Númi (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 01:09

9 identicon

Það hafa komið upp ýmiss nýyrði síðan bankarnir féllu: 2 þeirra eru Samspillingin og Sjálftökuflokkurinn.  happy smiley #85

EE elle (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 01:21

10 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Hver er þessi Anna?  Þorir hún ekki að koma fram undir fullu nafni ?  Aumingja Anna og Davíð Oddsson, svona fólki eins og Önnu, þið vitið henni Önnu ..., og Davíð er mikil vorkunn.  Þetta er fólkið sem heldur að það sé eitthvað meira en aðrir.  Anna komdu til dyranna eins og þú ert klædd, þá meina ég undir fullu nafni.  Það eru bara gungur sem haga sér svona eins og þú og hafa eitthvað að fela ,að koma fram hér á blogginu EKKI undir fullu nafni.  Davíð er flottur rithöfundur og vonandi vandar hann vel valið á pappírnum og orðavalið næst þegar hann þarf að tjá sig.  Frekjan er svo mikil, að hann mætir á flokksþingið hjá sínum flokki og treður sér í pontu án þess að vera á mælendaskrá.  Ég hef alla tíð haft miklar mætur á Davíð, en þarna á þessu þingi hans og ræðu sem gekk út á það að skíta út flokksbræður sína á ömurlegan hátt frammi fyrir alþjóð, fékk mig til að halda að Davíð sé orðinn verulega veikur.  Og Anna mín verði þér að góðu og sömuleiðis.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 29.3.2009 kl. 09:19

11 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Þakka komment hér að ofan. Vil enn og aftur minna fólk á að málefnaleg umræða er alltaf betri en  persónuleg hnjóðsyrði. Eftir stendur að sú ósk Davíðs að einhverjir aðrir fái tiltekna sjúkdóma er afleit, og ekki bjóðandi sem hugsunarháttur hjá neinum stjórnmálamanni sem vill láta taka sig alvarlega.

Ólafur Þór Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 10:27

12 Smámynd: Björn Jónsson

Ætla að gera eins og þú Ólafur Þór, að vona að fólk hafi ekki í flimtingum banvæna sjúkdóma.

En það er í lagi að hafa í flimtingum aðra sjúkdóma sem læknanlegir eru, ss vinstri slagsíðuna sem þú og nokkrir aðrir í þjóðfélaginu eru haldnir, það gerði Davíð í ræðu sinni þó hann hafi einu sinni slegið undir belti.

Björn Jónsson, 29.3.2009 kl. 11:08

13 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þeir sem hér rita eiga það sameiginlegt að finnast eðlilegt og sjálfsagt að nýsettur embættismaður hefji feril sinn á því að ljúga að þjóðinni.

Segir heilmikið um kröfuna um opið og gegnsætt kerfi?

Ragnhildur Kolka, 29.3.2009 kl. 12:28

14 identicon

Hann var ekki að óska honum sjúkdóms, heldur notaði hann það sem samlíkingu. Og ekki gott að Seðlabankastjóri seigi ósatt.

haukur gunnarsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 12:41

15 identicon

þið eruð bara öll vinsti menn, þorið  bara ekki að viðurkenna að hann er pólitískur snillingur, ræðusnillingur og sá eini sem er búin að gera eitthvað rétt í þessum málum.

einhver (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 13:37

16 identicon

innilega sammála þér númer 13, einnig gangast stefna vinstri flokka ekki neinum 

einhver aftur (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 13:39

17 Smámynd: Finnur Bárðarson

Stundum er gott að lesa færslu til enda áður en maður kemur með athugasemdir: Þetta sagði Davíð orrétt: Annaðhvort er maðurinn með Alzheimer á alvarlegu stigi, eða hann sagði íslensku þjóðinni blygðunarlaust ósatt við fyrsta tækifæri [...] Við skulum vona að það sé Alzheimer-inn.

Finnur Bárðarson, 29.3.2009 kl. 14:04

18 identicon

Ég er ein af þeim sem skrifaði að ofan.  Og mér finnst ekki eðlilegt og sjálfsagt að neinn embættismaður ljúgi að þjóðinni, no. 14. 

EE elle (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 14:27

19 identicon

Það er rangt Guðbjörg að fólk sem kemur ekki fram undir fullu nafni hafi eitthvað að fela.  Þó fólk vilji ekki opinbera sig þarf það ekki að þegja.  Það fólk hefur ekki ómerkilegri hluti að segja að þeir sem kjósa að koma fram undir fullu nafni.

JJ (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 15:10

20 identicon

.......en þeir sem kjósa að koma fram undir fullu nafni.

JJ (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 16:05

21 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það væri gott ef þjóðin hefði jafnafgerandi skoðanir á ríkisfjármálum og EB aðild eins og hún hefur á DO.  Ekkert kveikir í bloggheimum líkt og DO.  Eitt má DO eiga þegar hann opnar munninn hlustar þjóðin.  Gefum honum nú frí.

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.3.2009 kl. 17:41

22 identicon

Ath. semd no. 22 er ófær og finnst að Ólafi sé vel stætt á að eyða henni.

EE elle (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 20:10

23 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Ágætu bloggarar. Ég vil gjarnan að menn tjái sig hér, en án þess að vera með dylgjur um fólk. Færsla 22 sem var, hefur verið afmáð, en ég bíð eiganda hennar að koma með komment með skýrari málefnalegri áherslu.

Ólafur Þór Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 20:33

24 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hvernig væri að EE talaði undri fullu nafni og rökstyddi hvers vegna hún finnst færsla mín ófær?

Andri Geir Arinbjarnarson, 30.3.2009 kl. 00:20

25 identicon

Andri, það var ALLS EKKI þín færsla, heldur næsta færsla á undan þinni, dónafærsla um fjölskyldu viss manns.  Færslan var no. 22.  Lestu hvað Ólafur Þór segir í færslu no. 24.  Hann eyddi færslu no. 22 og þín, sem var áður no. 23, varð þar með no. 22.  Færslan þín var fín.   En ég óttaðist að úr þessu yrði misskilningur. 

EE elle (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 09:25

26 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Takk fyrir, ég skil

Andri Geir Arinbjarnarson, 30.3.2009 kl. 09:32

27 identicon

Það er viljandi misskilningur að Davíð hafi "óskað" einhverjum Alzheimer´s, og alger óþarfi að fornemmast svona.

Hann vill meina að það sé skárra að vera haldinn sjúkdómi sem menn ráða ekki við, en að vera illa innrættur, lyginn og ómerkilegur.

Ef maðurinn er ekki haldinn Alzheimer er hann nefnilega hitt.

Um menn sem vísvitandi ljúga blákalt framan í alþjóð þegar þeir fá sitt fyrsta tækifæri til að kynna sig fyrir þjóðinni, er Alzheimer hrós.

Árni Árnason (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband