Síðbúin afsökun, ef afsökun skildi kalla.

Það eru athyglisverðar vangaveltur hjá Geir Hilmari í setningaræðunni. Loksins virðist formaður Sjálfstæðisflokksins átta sig á að hann hafi borið ábyrgð, gert mistök, og það má jafnvel æsa sig upp í að halda að hann sjái eftir þeim. Mér finnst hann hafa verið full seinn að átta sig á þessu. Það er tæplega boðlegt að hafa verið í ríkisstjórn í 18 ár, og ekki áttað sig á fyrr en allt var komið í óefni að stefnan var röng. Og þegar hann áttaði sig í byrjun síðasta árs virðast fyrstu viðbrögð hafa verið heiftarleg afneitun. Svo mikil afneitun að menn horfðu á flæða undan bönkunum og þar með heimilunum í landinu án neinna beinna aðgerða, annarra en þeirra sem gerðu ástandið verra. Betra seint en aldrei.
mbl.is Mistök gerð við einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Hann baðst þó afsökunnar sem vel er, en heldur seint og vissulega ber Geir ekki einn ábyrgð. Það bætir ekkert að biðjast afsökunnar, það þarf að gera eitthvað í málunum og því fyrr því betra, í stað þess að velta sér upp úr því sem orðið er.

En eins og þú segir réttilega: Betra er seint en aldrei !!

TARA, 26.3.2009 kl. 23:21

2 identicon

Mér finnst ad thessir hrokafullu og sidlausu bjánar í thessum vidbjódslega spillingar og sérhagsmunaflokki ekki hafa rétt á ad draga hinn íslenska fána nidur í svadid med thví ad nota hann sem baksvid á theirra ömurlegu samkomu.  Hraesninni í spillingarflokkinum eru engin takmörk sett.

Egill (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 00:05

3 Smámynd: Björn Birgisson

Geir Haarde, er ekki fyrirgefið. Þvert á móti. Ætti að draga hann fyrir dómstóla fyrir embættisafglöp. Landráð af gáleysi. Hann setti flokksgæðinga í framsætið og þjóðina í skottið. Það verður honum aldrei fyrirgefið.

Björn Birgisson, 27.3.2009 kl. 01:45

4 identicon

“Who cares” hvort kallinn baðst nógu vandlega afsökunar svo öllum líkar?

Við erum jafn andskoti með allt í klessu hvað sem honum finnst eða segir.

Hann hafð þó þann dug að koma sér frá stjórnmálum eins og aðrir forystumenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, fyrir utan 3 undantekningar sem voru teknar af pólitísku lífi af kjósendum í prófkjöri flokksins.

Því ber að fagna og skiptir þjóðinni mun meiru máli en einhver innantóm orð.

Annað en er hægt að segja um alla Samspillingarforystuna og ráherrana og þann seinasta af Framsóknarráðherradraslinu, Sif Friðleifsdóttur.

Að einhverjum skuli láta sig detta í hug að kjósa Samspillinguna með þetta rusl sem ber alla ábyrgð eins og hinir ráðherrarnir sem hafað sagt af sér þingmennsku í framvarðarsveitinni.

Jóhönnu Sigurðardóttur, Kristján Möller, Össur Skarphéðinsson og síðstur en örugglega ekki síst Björgvin G. Sigurðsson, allt landrámenn af gáleysi og eða meðvitað, segir allt um hvers vegna þjóðin er jafn illa farin og með allt niðrum sig eins og raun ber vitni.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 15:10

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ólafur, nú ert þú kominn til valda. 17 þúsund manns eru atvinnulausir. Hvar eru tillögur þínar varðandi lausn þess vanda? Mér finnst þú og Steingrímur Sigfússon vera á öndverðu meiði varðandi atvinnuuppbyggingu. Hann vill uppbyggingu í blönduðu hagkerfi. Hverjar eru tillögur þínar varðandi lausn á atvinnuleysinu?

Sigurður Þorsteinsson, 27.3.2009 kl. 17:34

6 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Þakka athugasemdir hér að ofan. Sigurður ég bendi þér m.a. á fyrri færslur, en einnig á færslu dagsins, Sjálfbær atvinnustefna. Í raun ætti að vera óþarfi fyrir stjórnvöld á hverjum tíma að "skapa" einhvern tiltekinn fjölda starfa, stjórnvöld skapa hins vegar það umhverfi sem gerir fólki kleyft að búa til atvinnutækifæri. Vissulega er misjafnt hvernig stjórnvöld á hverjum tíma líta á þetta hlutverk sitt, en VG er ekki flokkur patentlausna eða stóra draumsins.

Ólafur Þór Gunnarsson, 27.3.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband