Ósmekkleg fyrirsögn á forsíðu Moggans

Mér þótti forsíða Moggans í gær vera a.m.k. 20 ára gömul, jafnvel eldri. Val á fyrirsögn á forsíðu á baráttudegi verkalýðsins hefði varla getað verið meira óviðeigandi. Minnti á þá tíma þegar Mogginn var grímulaust málgagn Sjálfstæðisflokksins og fjármagnsafla í landinu. Ekki svo að skilja að hann hafi hætt því, en oft tekist betur að fela það.

Atvinnuleysisbætur voru stór áfangi í réttindabaráttu vinnandi fólks, og Mogganum, sem nýlega fékk gefins 3 milljarða úr opinberum sjóðum, væri nær að tala af meiri virðingu um þá baráttu.


mbl.is Bæturnar misnotaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þormar

Gott Óli. Já þið Moggafólk eigið að skammast ykkar.

Sigmar Þormar, 2.5.2009 kl. 14:41

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki orð um landráðamennina sem hefði verið við hæfi.

Finnur Bárðarson, 2.5.2009 kl. 15:54

3 identicon

Af hverju var þessi snepill ekki látinn fara á hausinn eða gerður að almenningshlutafélagi eftir að fólkið í landinu tók á sig 3 milljarða skuld vegna hans? Flokkssneplar eru barn síns tíma og fólk á að hætta að kaupa þetta blað.

Ína (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 16:16

4 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Svona drengir ekki gleyma ykkur alveg, ósk ykkar gæti kannski ræst og þá þyrftuð þið að flytja bloggin ykkar annað! Annars er merkilegt hvað margir lesa Morgunblaðið að staðaldi. Skil það vel enda blaðið fullt af alþýðufróðleik og kjarna málsins.

Kveðjur bestar

Guðmundur

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 2.5.2009 kl. 21:14

5 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Fyrirgefið að staðaldri!

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 2.5.2009 kl. 21:14

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Atvinnuleysisbætur á að sjálfsögðu ekki að misnota. Þær eru fyrir þau sem á þeim þurfa að halda. Sé ekkert athugavert við þessa frétt. Aðalbaráttumálið ætti hins vegar að koma atvinulífinu í gang, til þess að skapa atvinnulausum vinnu. Í stað þess er verið að eyða tímanum í að hnoða saman aðferð til þess að koma okkur inn í ESB, sem meirihluti þjóðarinnar hefur engan áhuga á. Við þurfum nýja búsáhaldabyltingu. Þar förum við fremstir í flokki Ólafur, og köllum vanhæf ríkisstjórn og Seðlabankastjórann heim. Við notum bara gömlu spjöldin okkar!

Sigurður Þorsteinsson, 2.5.2009 kl. 23:17

7 identicon

Eina lausin fyrir 'island er að ganga í ESB. Ástandið er þannig að það koðnar allt niður (sem hefur þegar gerst)her ef ekki verður gengið í esb.

Það þarf að tengja kronuna vi'ð evru hið fyrsta. Þessir afturhaldsinnar virðast ekki fylgjast með hvað er að gerast  herna.

Annars flytjum við öll til annara landa t.d. til Brasiliu þar er upp gangur og nóg land.

Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 08:37

8 identicon

Hvort sem það er á frídegi verkalýðsins eða í annan tíma, þá hlýtur að vera ástæða til þess fyrir ábyrgan fjölmiðil að greina frá því að nokkrir séu á atvinnuleysisbótum sem hafa ekki til þess rétt. Raunar er bloggpistill Ólafs Þórs býsna merkilegur; hef aldrei vitað til þess áður að læknir beri blak af því að fólk svíni á samúðinni og misnoti sér velferðarkerfið.

Sigurður Bogi (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 12:28

9 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Þakka athugasemdir. Til að árétta þá hef ég aldrei haldið því fram eins og kemur fram í einu kommenti hér að ofan að það sé í lagi að svindla á velferðarkerfinu eða öðrum þeim samfélagslegu tækjum sem við höfum til að jafna stöðu fólks. Það sem ég tel hins vegar er að það sé sérstakt fréttaval á baráttudegi verkalýðsins að setja í flennistóra fyrirsögn á forsíðu að svindlað sé á kerfinu. Auðvitað á að fara fram frjáls og opin umræða um slíkt, en ábyrgð fjölmiðla er mikil. Það er hægur vandi fyrir útbreiddan miðil eins og Moggann að hafa áhrif á umræðuna, og skilaboðin út í samfélagið, á þessum degi finnst mér vera röng. Nær hefði verið að segja frá því á forsíðu á þessum degi að þúsundir verkafólks gengi án atvinnu osfrv. Í starfi mínu sé ég miklu oftar fólk sem "kerfið" fer illa með heldur en að ég sjái fólk sem fer illa með "kerfið".

Ólafur Þór Gunnarsson, 3.5.2009 kl. 16:51

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Atvinnuleysisbætur kostuðu verkamenn 6 vikna mjög erfitt verkfall 1955. Lengi hefur ýmsum hægri mönnum fundið þeim til foráttu. Þær þykja sjálfsagðar ekki sem ölumsa eins og sumir þessara sömu hægri manna vilja líta á, heldur eins og hverjar aðrar bætur til þeirra sem ekki hafa tök á að afla tekna, þ. á m. vegna atvinnuleysis.

Mjög góð grein er í Morgunblaðinu í dag eftir Arndísi Björnsdóttur formann Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja: Eldri borgarar og öryrkjar krefjast tafarlausra aðgerða. Þar eru sjónarmið formanns Sjálfstæðisflokksins afhjúpuð á mjög einfaldan og sannfærandi hátt með því að vitna í hinn ungi formaður Sjálfstæðisflokksins, maður peningavalds og afkomandi Kolkrabbaættarinnar sem hefur sagt: Við viljum ekki hækka skatta, nema það sébrýn nauðsyn - en við viljum hækka tekjutengingar.

Arndís leggur út af þessum orðum Bjarna Benediktssonar: Þarf frekari vitnanna við um ójafnaðarstefnu Sjálfstæðisflokksins? Þar er á ferð fláræði úlfurinn ídulargerfi góðu ömmunnar. Sjálfstæðisflokkurinn boðar áfram dekur og skattleysi hinna ríku enda er djúp gjá milli ríkra og fátækra.

Við eigum að berjast gegn skattfrelsi þeirra sem nógu ríkir eru fyrir!

 Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.5.2009 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband