Spörum milljarða með bættri heimaþjónustu

Í fréttum ríkissjónvarpsins í kvöld var   bent á að með aukinni áherslu á heimahjúkrun og heimaþjónustu mætti spara verulega fjármuni og jafnframt gera fólki kleyft að vera heima hjá sér frekar en að flytja á stofnun. Á þetta hefur verið bent margoft á undanförnum árum, og vonandi að menn fari nú að taka við sér. Eitt lykilatriðið í því efni er sú samræming heimahjúkrunar ríkisins og heimaþjónustu sveitarfélaganna sem er nú að fara í gang á höfuðborgarsvæðinu.

Auðvitað væri best að þessi nærþjónusta væri á hendi sveitarfélaganna, en þá þarf að fylgja fjármagn við flutning verkefna. Ársdvöl á hjúkrunarheimili kostar nú í kringum 7 milljónir skv. upplýsingum heilbrigðisráðuneytisins. Ef við setjum aukið fjármagn í heimaþjónustu og heimahjúkrun sköpum við mörg störf, án stofnkostnaðar, um leið og við tryggjum að fólk fái þá þjónustu sem það á rétt á og vill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Ólafur

Tek heilshugar undir þessa hugmynd. Með þessu er verið að leggja meiri áherslu á þjónustu við sjúklinginn, en viðhald  kerfisins. Hér í Kópavogi hefur verið heilsugæsla sem hefur verið þjónustuvædd. Sérðu slíkt fyrirkomulag líka fyrir þér í heimaþjónustunni?

Sigurður Þorsteinsson, 2.3.2009 kl. 22:22

2 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Ég hef talið lengi að ef skipulag heimahjúkrunar (á vegum heilsugæslunnar) og heimaþjónustu væri á einni hendi, eða a.m.k. stýrt af einum aðila þá myndi það fyrirkomulag gagnast notendunum best. Þeir þyrftu aðeins að leita til eins aðila eftir þeirri þjónustu sem þeir þyrftu. Víða erlendis, m.a. í nokkrum sveitarfélögum í Englandi og einnig í Danmörku og Hollandi hafa menn farið þá leið að setja notandann í öndvegi, og laga þjónustuna að honum. Slíkt hefur gefist vel, og sýnir sig yfirleitt ekki vera dýrara, og að auki eru notendurnir ánægðari. Annars er samanburður milli landa ekki alltaf auðveldur, en hugmyndafræðin getur gilt hvar sem er.

Ólafur Þór Gunnarsson, 2.3.2009 kl. 22:50

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er ekki bara spurning um sparnað. Hvers vegna að halda öldruðum í skelfilegum klefum á sjúkrahúsum, þegar besti árangurinn næst með umönnun og þjálfum heima.

Finnur Bárðarson, 3.3.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband