13.2.2010 | 16:48
Einkavinavæðing í Kópavogi. Af hverju þegir Mogginn ?
Frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi og Fréttablaðsins í morgun sýndi okkur eina ferðina enn hve núverandi meirihluti í Kópavogi hefur verið duglegur að hygla vinum sínum og vandamönnum.
Mogginn hefur því miður ekki séð ástæðu til að segja frá þessu, en kjarni málsins er samkvæmt fréttum að Halldór Jónsson verkfræðingur, stórbloggari og trúnaðarmaður Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafi án útboða fengið um 70 milljónir frá bænum fyrir verkfræðistörf. Það er rúmlega milljón á mánuði. Ég óttast að það verði mörg svona mál sem koma upp úr hirslunum þegar vinstri menn komast til valda í Kópavogi í kosningunum í vor. Verkefnið er klárlega að koma frá þeim meirihluta sem nú situr.
Ógegnsæi og einkavinavæðing eiga að víkja fyrir opinni stjórnsýslu og jöfnum tækifærum fyrir alla.
Athugasemdir
Gera má ráð fyrir að menn þurfi tíma til að bera af sér,það er nú þegar búið að reka ofaní sossana lygarnar á Gunnar Birgisson. Sennilega hefur það tekið tíma að grúska og finna eitthvað bitastætt til að snua upp í tortryggilegt, Jafnaðarmenn jafnan jafnari en aðrir.
Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2010 kl. 17:04
Af hverju þegir Mogginn? Er það ekki vegna þess að Mogginn er blað allta landsmanna (ekki bara Kópó) og hefur nóg að gera þessa dagana við að raportera einkavinavæðingu ríkisstjórnarinnar? Þú mannst "you ain´t seen nothing yet" gaurana.
Ragnhildur Kolka, 13.2.2010 kl. 21:20
Ég spyr á móti Ólafur Þór þig sem bæjarfulltrúa, sem ættir að hafa öll gögn í höndunum yfir þessa ,,einkavinavæðingu" í sveitarfélaginu þínu. Hvaða verkefni hefur fyrirtæki Halldórs Jónssonar unnið fyrir þessa fjármuni? Er þetta sannanlega unnið verk fyrir Kópavog sem þurfti að vinna og hugsanlega bærinn fékk unnin á hagstæðu verði? Getur þú upplýst það í stað þess að fara með dylgjur um meinta einkavinavæðingu eða spillingu? Mér þætti vænt um að þú upplýstir mig sem Kópavogsbúa og sjálfstæðismann um þetta. Spyr sá sem ekki veit.
Jón Baldur Lorange, 14.2.2010 kl. 12:25
Það breyttist mikið við ritstjórn DO. Blaðið er í dag aumur flokkssnepill algerlega ómarktækur.
Það segir miklu meira um blaðið í dag hvaða fréiir það birtir ekki, fremur en þær handvöldu "fréttir" sem matreiddar eru ofan í lesendur.
hilmar jónsson, 14.2.2010 kl. 14:17
Komdu sæll; öldrunarlæknir góður - sem og, þið önnur, hér á síðu hans !
Ólafur Þór !
Alveg burtséð; frá sóðaskap B - D og S lista, á þingi, sem og í sveitastjórnum víða, ættir þú nú ekki, að iðka þá hræsni, sem þú viðhefir, hér á þinni síðu.
Ég man nú ekki betur; en að þú hafir gagnrýnislaust; greitt atkvæði þitt, með Ís þræla (Icesave´s) laga óþverra, leiðtoga þíns, og húsbónda, Steingrími J. Sigfús syni, þann 30. Desember, síðast liðinn -og setið hróðugur, í þínum ómerka stól, einhverrar mestu óþurftar stofnunar, gjörvallrar Íslandssögunnar; Alþingis.
Þó svo; þó svo - þú hefðir átt að hafa meðallags dómgrind til þess að bera, að vita það, að íslenzkri Alþýðu beri engin skylda til, að borga upp sukk víxla Björgólfs eldri og sonar, fremur en kjölturakka þeirra; H.J. Kristjánssonar og S.Þ. Árnasonar, svonefndra Bankastjóra Landsbankans, á sínum tíma.
Er ekki lágmarks krafa; á hendur stjórnmálamönnum, að þeir séu sjálfum sér samkvæmir, öldrunarlæknir vísi ?
Með; fremur; snubbóttum kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 14:44
dómgreind; átti að standa þar. Afsakið, þessa villu - sem aðrar mögulegar.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 15:12
Það versta sem fyrir Kópavog gæti komið í spillingu við mannaráðningar flokksgæðinga væri það að ríkisstarfsmannaflokkurinn VG kæmist í meirihluta við stjórn bæjarins.Steingrímur og þau í VG hafa raðað sínu fólki á jötuna hvort sem það er í samninganefnd um Iceave eða annars staðar.Ríkisliðið er það sama hvort sem það heitir VG eða Samfylking.Burt með það.
Sigurgeir Jónsson, 14.2.2010 kl. 16:53
Það er vegna þess að mbl er biblía sjálfstæðismanna... þeir eru að baxa við að koma út úr spillingunni sem frelsarar íslands....
DoctorE (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 19:19
Ég þakka fyrir athugasemdir og spurningar. Ég mun svara því hér sem ég get.
Fyrst Baldri. Þeir samningar sem gerðir eru um verk og vinnu fyrir Kópavogsbæ, og fara í gegnum útboð eru lagðir fyrir bæjarráð, annars er það yfirleitt ekki. Því er í raun ógerlegt fyrir bæjarfulltrúa að vita hvort slík verkaup sem hér um ræðir séu í gangi, nema hafa af einhverri ástæðu run um að svo sé. Það sem ég er að gagnrýna er að verksamningar sem þessir hafi aldrei farið í gegnum útboð á þessum tíma, og nemi þrátt fyrir það umtalsverðum upphæðum. Ég mun leita eftir því á bæjarráðsfundi á fimmtudaginn kemur að fá upplýsingar um hversu umfangsmikil þessi verk voru, en samkvæmt fréttum fjölmiðla var þarna um verkfræðistörf við úttektir á verklegum framkvæmdum á vegum bæjarins. Ég gef mér að Halldór hafi skilað þeirri vinnu sem hann fékk greitt fyrir, enda snýst gagnrýnin að aðferðum og ógegnsæi.
Óskar Helgi. Ég var ekki á Alþingi þegar lokaatkvæðagreiðslan um Icesave fór fram, Guðfríður Lilja kom aftur inn á þing um miðja desember. Ég fékk því ekki tækifæri til að taka þátt í lokaafgreiðslunni, en greiddi atkvæði með lögunum eftir aðra umræðu í þinginu.
Ólafur Þór Gunnarsson, 14.2.2010 kl. 23:49
Komið þið sæl; á ný !
Ólafur Þór !
Þakka þér fyrir; andsvör þessi.
Ekki; fegrar það hlut Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þókt svo, hún hafi verið komin á ný, í þinn stað - sú óskapnaðar málafylgja, sem þið í Kratavina félaginu (''VG'') hafið ástundað, í óþökk land- og þjóhollra Íslendinga - þér; að segja.
Með; enn, þungum kveðjum, sem áður og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.