Helmingaskipti B og D

Bæjarstjórnarfundur dagsins var athyglisverður. Sjálfstæðisflokkurinn og B-deild hans í Kópavogi (stundum kölluð Framsóknarflokkurinn) sættust, og nú er ljóst að fái flokkurinn og B-deildin  til þess meirihluta þá mun samstarf þeirra halda áfram eftir kosningar.

Kópavogsbúar hafa því skýra valkosti í vor. Sami meirihluti með þá Ómar og Gunnar í fylkingarbrjósti, eða nýr meirihluti VG og Samfylkingar. Öll stóryrði Ómars frá síðastliðnu sumri um hvað Gunnar Ingi væri ómögulegur, svikabrigslin og "skandalayfirlýsingarnar" gufaðar upp.  Helmingaskipta regla B og D lifir góðu lífi í Kópavogi.

Og hvað fékk Ómar Stefánsson fyrir að éta ofan í sig stóru orðin ? Jú,  B-deild Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fær að stýra félagsmálaráði til vors.

 


mbl.is Fer ekki í sérframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Var vi'ð öðru að búast?

Hamarinn, 24.3.2010 kl. 01:16

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spillingaflokkarnir styðja hvorn annan. Þessi spillingaöfl eru orðin mjög rótgróin og ekki gera þau sér ljóst að „vitjunartími“ þeirra er upp runninn.

Gangi ykkur vel að berjast fyrir betra mannlífi í Kópavogi. Minnumst þess að á sínum tíma hafði Sjálfstæðisflokkurinn meiri áhyggjur af að missa meirihlutann í Reykjavík og þar með völdin ef Kópavogshreppur hefði verið tekinn inn í sveitarfélagið Reykjavík. Þetta gerðist veturinn 1954-55 og ef þetta hefði orðið eins og meirihluti hreppsnefndar vildi, þá hefði þjónusta í Kópavogi byggst mun hraðar upp en í sjálfstæðu bæjarfélagi.

Nú eru smákóngar á annarri hverri þúfu kringum Reykjavík. Ætli megi ekki skrifa það á Sjálfstæðisflokkinn og að einhverju leyti á Framsóknarflokkinn?

Við viljum samfélag byggðu á flestu öðru en pólitískri spillingu og undirferlum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.3.2010 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband