26.2.2009 | 21:03
Ólafur Ragnar undirritar "uppsagnarbréf" Davíðs
Rétt í þessu vöru lög um Seðlabankann staðfest af forsetanum. Langri og ekki þrautalausri göngu er því lokið, við getum fengið nýjan Seðlabankastjóra, og það sem skiptir ekki minna máli, nýja peningamálastefnu. Kannski fara nú vextir loksins að lækka ? Kannski fáum við að vita hvað gerðist í raun og veru. Það er auðvitað heilmikill "symbolismi" í því að fyrstu lög sem þessi ríkisstjórn fær samþykkt séu lög um Seðlabankann og að sá sem undirritar "uppsagnabréf" bankastjóranna skuli einmitt vera Ólafur Ragnar Grímsson. Þetta er fyrsta góða málið sem stjórnin kemur í gegn. Vonandi verða þau fleiri.
Athugasemdir
Nú eru komnir 6 dagar og hvað hefur gerst ???
Ætli bóndinn á Bessastöðum komi ekki hlaupandi niður á Alþingi með fullbúið fjölmiðlafrumvarp þegar Davíð verður orðinn ritstjóri Moggans ??
Sigurður Sigurðsson, 4.3.2009 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.