1.3.2009 | 13:06
Byrjum á þeim sem verst eru settir
Fyrsta hugsun í þeim aðgerðum sem verður farið í til hjálpar heimilum í landinu á að vera sú að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum myndi flöt niðurfærsla allra skulda gagnast þeim mest sem mest skulda og mest tækifæri höfðu til að ná sér í lánsfé. Það var ekki fólk á taxtalaunum, aldraðir eða öryrkjar.
Að mínu viti ættum við að einbeita okkur að því að aðstoða þá sem geta ekki komast í gegnum þessar þrengingar án hjálpar. Það væri til að mynda hægt að miða við að byrja á fjölskyldum sem hafa minna en 400 þúsund í fjölskyldutekjur á mánuði, neikvæða eignastöðu vegna hrunsins og fólks sem misst hefur vinnuna. Fjölskyldur með miklar tekjur og góða eignastöðu þurfa ekki á aðstoð ríkisins að halda, þeirra er frekar að rétta hjálparhönd öðrum til aðstoðar.
20% niðurfærsla 1.200 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er ekki með húsnæðislán á bakinu, ekki myntkörfulán vegna bílakaupa. Ég þarf samt að borga hærri skatta trúlega á næsta ári vegna hrunsins sem ég tók ekki þátt í. Á ég að fara að borga meira?????
Þar fyrir utan gæti ég misst vinnuna, hvað ætti ég þá að gera?...flytja úr landi (varanlega)?
Sverrir Einarsson, 1.3.2009 kl. 16:32
Við þurfum öll að borga meira vegna hrunsins, hvort sem það er í hærra vöruverði eða hærri sköttum eða auknu atvinnuleysi. Fyrir mér er spurningin fyrst og fremst um að þegar við deilum út byrðunum, þá látum við þá sem hafa til þess burði taka á sig í samræmi við getu, en veitum ekki þeim sem síst þurfa fyrirgreiðslu aðstoð, eins og með niðurfellingu skulda.
Ólafur Þór Gunnarsson, 1.3.2009 kl. 17:01
Þessi hugmynd um að taka þetta bara flatt er held ég leið svo hægt sé að gera þetta hratt og þannig að fólki verði ekki mismunað í stórum stíl, það er voða einfalt að sitja heima og kasta fram svona hugmyndum um tekjur undir 400 þus og fleira í þeim dúr hvað er t.d. sanngjarnt að taka barnlaust par sem skuldar 7 milljónir og hafa 390þus í laun og t.d 6 manna fjölskyldu sem skuldar 24 m og með 450 þus?
Ef þú ferð að draga mörk einhverstaðar verða alltaf margir sem komast ekki að sem telja sig þurfa þess og það tekur óratíma að afgreiða hvert og eitt mál......fólk sem er í bullandi vandræðum í dag hefur ekkert að gera með 20% skuldaniðurfellingu eftir 1 ár
Hannes Már Jónsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 21:35
Rosalega góð grein hjá þér Ólafur Þór...og ég er hjartanlega sammála þér...
TARA, 1.3.2009 kl. 23:17
En það var ungt fólk og barnafólk sem hafa verið að taka íbúðalán síðustu ára.
Stóru lánin sem sukkararnir voru að taka voru ekki og eru ekki íbúðalán.
Þetta fólk sem er kannski með 30-40 milljónir í íbúðalánum hefur hækkað síðustu ár mjög mikið vegna óréttlátrar vísitölu. Þeir sem voru með hærri lán hækkuðu mest. Er það sem sagt ekki sanngjarnt að þetta fólk fái þá niðurfellingu eins og aðrir?
Viljum við frekar að ríkið með ÍLS fari í eignaupptöku og náðsamlegast endurleigi fólki eignirnar sínar aftur? Kannski eign sem þau keyptu á 50 milljónir en skulda 30 milljónir í? Ekkert smá eignaupptaka.
Sem betur fer þá skulda fæstir aldraðir í eignunum sínum, þeir eru flestir búnir að borga það upp.
Þessi aðgerð kemur best við ungt fólk og barnafólk sem keypti eignir síðustu 10 árin.
Björgmundur Örn Guðmundsson, 2.3.2009 kl. 11:09
Mér finnst þessi umræða á villigötum. Það er verið að tala um að afleggja vísitölubindingu lána eða lækka lánin um 20% sem er líklega svipað mál. Þá segja menn að það kosti skattgreiðendur 1200 milljaraða. Ok. Af hverju eiga þessir 1200 milljarðar sem hrunið kostaði eingöngu að leggjast á skuldugt fólk? Ef við værum í einhverju öðru landi sem færi í gegnum samskonar áfall þá væru engin lán að hækka af þeim sökum - heldur lenti áfallið á skattgreiðendum. Það er ekki verið að gefa eitt eða neitt heldur er ranglátt að skuldarar taki einir skellinn. Síðan hefur verið sagt að þeir tekjuhæstu hafi fengið mest lánað - gott og vel en það eru líka tekjuhæstu einstaklingarnir sem greiða hæstu skattana. Annars á þetta ekki að snúast um tekjujfönun - heldur almennt réttlæti og afnám algerlega ótæks vísitölukerfis lána.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.