"Ragnar Reykáss heilkennið"

Það er óneitanlega svolítið sérstakt að fleiri skuli vera á móti aðild að ESB en fylgjandi, en úr sömu könnun megi lesa að meirihluti vilji aðildarviðræður ! Ber að túlka þetta svo að hluti þeirra sem eru á móti en vilja samt viðræður séu að þreyfa fyrir sér, eða eru þeir að vona að fleiri snúist á sveif á móti aðild ef viðræður fara fram ? Erfitt að skilja þetta. Kannski svolítið týpiskt fyrir Íslendinga, og kannski hluti af "Ragnar Reykáss heilkenninu". Í mínum huga er ljóst að áður en það er skynsamlegt að fara af stað í aðildarviðræður, eða ámálga þær yfirleitt, verðum við að taka til í okkar eigin garði. Ég get ekki séð það fyrir mér að það sé neitt vit í að "semja" sig inn í félag þegar maður er með allt niður um sig. Samningsstaða okkar hlýtur að vera veikari við slíkar aðstæður en ella, og því ættum við að forgangsraða öðrum verkefnum nú.
mbl.is Flestir vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Aðildarviðræður við ESB snúast um aðild að ESB! Getur verið að fólk sé enn að gæla við drauminn um að fá mikið fyrir lítið?

Benedikt Halldórsson, 8.3.2009 kl. 17:49

2 identicon

Óttalegt þunnildi er þetta nú.  Ég vil fá að rýna í samningana til þess að geta farið sannfærður á kjörstað og kosið móti eða með.  Það verður að gera þá kröfu til bæjarfulltrúa að þeir bulli ekki svona Ólafur.  Þeir sem eru andstæðingar aðildarviðræðna eru bara nauðgarar líðræðisins.  Og hvað varðar "Ragnar Reykás" heilkennið að þá eru vinstri grænir helsjúkir af því þessa dagana, AGS láninu átti að skila en var ekki og núna skiptir engu máli afstaða VG til stóriðjumála og skiptir engu að flokkurinn sé í ríkisstjórn, bæði Helguvík og Bakki fara í gegn.  Það er bærilegt að nú sé búið að rasskella þennan dæmalausa umhverisráðherra VG, þetta er það besta sem VG félagar hafa gert í áraraðir.  En meira þarf til.  Þú átt erftir að átta þig á því að enginn flokkur verður verri en VG hvað varar heilkennið um Ragnar R heldur en VG af þeirri einföldu ástæðu að flokkurinn hefur verið áhrifalaus og og því geta galað úr Gunnarsstaðaflórnum í áraraðir, ábyrgðarlaust.

ÞJ (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 20:09

3 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Sammála þér ÞJ að þegar og ef að því kemur að við förum í aðildarviðræður þá eigi þjóðin að kjósa um málið. Alltaf gaman að fá málefnaleg komment á bloggið.

Ólafur Þór Gunnarsson, 8.3.2009 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband