Beita sjálfa sig málþófi !

Ég man ekki betur en Sjálfstæðismenn segðust styðja þetta frumvarp. Í því ljósi er enn merkilegra að þeir skuli vera að þvælast fyrir afgreiðslu þess. Auðvitað er þetta ekki boðlegt, flokkurinn sem lagði hvað mesta áherslu á að stöðva málþóf, fór svo langt að breyta þingskaparlögum til þess, er nú að leika þennan leik. Auðvitað er það eitt af þeim tækjum sem stjórnarandstaða hefur á hverjum tíma að þæfa málið, en það er óvenjulegt þegar um er að ræða mál sem þeir hafa hingað til ekki verið á móti, og lögðu raunar sjálfir drögin að meðan þeir voru enn í stjórn.
mbl.is Saka sjálfstæðismenn um málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ótrúlega erum við sammála! Var að skrifa lengri (málþófskenndari?) grein um sama efni.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.3.2009 kl. 00:01

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Mikið leiðist mér þessi málþófsumræða. Það verður bara að lengja opnunartíma Alþingis ef illa gengur að ná öllum kommentum þingmanna um frumvörp sem þurfa að komast í gegn. Það er ekkert því til fyrirstöðu að það sé opið á Alþingi allan sólarhringinn 7 daga vikunar. Þá geta þingmenn bara skiptst til að mæta. Mun betra en að reyna að biðja þingmenn um að vera ekki að ræða um málin sem verið er að keyra í gegn.

Héðinn Björnsson, 11.3.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband