Mikilvægt skref í rétta átt

Þessi breyting á gjaldþrotalögunum er afar mikilvæg, og næstu daga verður vonandi klárað frumvarp um greiðsluaðlögun vegna húsnæðislána. Samþykkt þessara tveggja frumvarpa þýðir í raun að fólki verður hjálpað, og jafnvel afskrifaður hluti lána þeirra ef það er metið svo að það sé eina leiðin. Auðvitað hefði þetta mátt vera komið í gegn fyrir löngu, en munum að núverandi ríkisstjórn er ekki búin að vera við völd nema tvo mánuði. Svona lagabreytingar, auk hækkana á vaxtabótum um 25% mun koma mörgum til góða.
mbl.is Greiðsluaðlögun komin í gegnum þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Ólafur.

Er það rétt að hægt verði áfram að endurnýja kröfur í það óendanlega, þrátt fyrir þessa löggjöf?

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.3.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband