31.3.2009 | 22:58
Sérkennileg afstaða
Það er sérkennileg afstaða hjá Sjálfstæðismönnum að vilja ekki styðja breytingar á lögum sem þeir sjálfir settu, einkum þegar haft er í huga að breytingarnar eiga að tryggja að lögin virki.
Sér ekki á svörtu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski eru lögin bara þannig að þau nái engan vegin tilgangi sínum vegna ágalla og Bjarni ætli nú að leyfa höfundinum að sitja einum í súpunni ? Ég myndi nú lesa lögin nokkrum sinnum yfir ef þetta er afstaða stjórnarandstöðunnar. Þesskonar póker hefur ekki verið bannaður á Íslandi.
Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:06
Þetta er mjög skiljanleg afstaða Sjálfstæðisflokksinns, ríkisstjórnini hefur mistekist hrapalega, allt átti að batna með því að reka Davíð, en þvert á móti hefur allt mistekist í Seðlabankanum síðan hávaxtastefnan sem aldrei fyrr og er að sliga heimilin og fyrirtækin í landinu. Og eina leiðin sem vinstriflokkarnir sjá er að laumast í vasa gamlafólksinns í landinu.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:14
Þessar breytingar áttu alltaf að vera til eins skamms tíma og unnt var. Enginn vill jú hafa gjaldeyrishöft að eilífu, nema hann sé flón.
Þórarinn Sigurðsson, 31.3.2009 kl. 23:19
Ólögin voru sett tímabundið (af 50/50 stjórn) en virkuðu ekki, eins og lá raunar strax fyrir. Síðan kemur vinstri stjórnin IMF rækilega fyrir í Seðlabankanum og bætir ofan í það með aukareglum. Vaxtalækkanir og losun gjaldeyrishafta verða fjarlæg markmið á þennan hátt.
Ívar Pálsson, 31.3.2009 kl. 23:58
Maður getur ekki annað en óttast það upp úr þessu. Annars vil ég ekki dæma menn fyrirfram; þó ég hafi ekki séð efnismiklar aðgerðir frá vinstristjórninni getur hún vel plumað sig ef hún lætur skynsemi, aðhaldssemi og rökhugsun ráða för. Hægrimenn eiga engan einkarétt á því.
Þó ég sé hjartanlega ósammála vinstristjórninni í pólítík hlýt ég að óska henni góðs gengis.
Þórarinn Sigurðsson, 1.4.2009 kl. 00:01
Sjálfstæðisflokkurinn er trúflokkur en ekki stjórnmálaflokkur, hann gat ekki stutt frumvarpið af því hann vildi ekki móðga frjálhyggustuðningsmenn flokksins. Þannig mun hann alltaf stjórna.
Valsól (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 05:17
valsól... farðu á þessu bát þínum og sigldu eitthvað langt í burtu... það vill enginn neitt með þig hafa
nonni (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 11:23
Hvað sem Sjálfstæðismönnum kann að hafa þótt um höftin á sínum tíma, þá voru það þeir sem settu þau, þeir sem hækkuðu skatta um síðustu áramót, og þeir sem bjuggu svo um hnútana að við fórum á hausinn. Það sem ég ekki skil er að ef maður setur lög þá hýtur markmiðið með þeim að vera að láta þau virka, og því undarlegt að vilja ekki gefa því séns.
Hægrimenn verða að fara að átta sig á því að það voru þeirra verk sem komu okkur í þá stöðu sem við erum núna, og hafi þeir ekkert uppbyggilegt um málin að segja þá ættu þeir að halda sig til hlés. Hvernig ætla t.d. Sjálfstæðismenn að stoppa í 40-50 milljarða gat á næsta ári ef ekki með aukinni tekjuöflun ? Þeir sem halda því fram að það sé hægt eru ekki trúverðugir. Einkum þegar haft er í huga að fram að því að núverandi ríkisstjórn tók við var það eina sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði gert var að hækka skatta sem viðbrögð við kreppunni.
Ólafur Þór Gunnarsson, 1.4.2009 kl. 16:56
Nonni, ég vil hafa Valsól með þarna. Talaðu bara fyrir sjálfan þig.
Jón (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.