Veruleikafyrring

Ég ætlaði ekki að trúa þegar ég las þessa frétt. Fyrringin hjá útrásarþjófunum hefur verið alger, og þeir hafa ekki verið búnir að átta sig á hruninu rétt fyrir áramót. Hvernig stendur á að VÍS lánar peninga í svona vitleysu er óskiljanlegt, og viðbúið að þeir velti svona gjörningum út í verðlagið. Svo eru menn að kvarta yfir hugmyndum um að frysta eignir auðmanna !  Þessir sömu aðilar barma sér yfir skorti á bankaleynd !
mbl.is 200 milljóna veð í sveitasetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það liggur við að það væri fljótlegra að fara að telja upp fólkið sem var ekki með í spillingunni.  Okkur sem vorum höfð að fíflum á meðan hinir voru að grafa okkur niður í holu.

EE elle (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 23:31

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Fara tryggingafélögin ekki sömu leið og lífeyrissjóðirnir rétt bráðum ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.4.2009 kl. 02:58

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Vinargreiði

Jón Snæbjörnsson, 3.4.2009 kl. 11:21

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ekki skrýtið að VÍS hafi verið í fjárfestingabraski. Pabbinn heitir Exista! FIRRING!

Guðmundur St Ragnarsson, 3.4.2009 kl. 11:58

5 Smámynd: Davíð Löve.

Af hverju taka tryggingatakar sig ekki saman og segja upp öllum tryggingum sínum hjá svona aðilum? Hvað stoppar fólk eiginlega? Allir hneykslast en enginn framkvæmir. Ég hefði búist við fjöldauppsögnum á stundinni. Ekki versla ég við þjófafyrirtæki lengur.

Davíð Löve., 3.4.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband