4.4.2009 | 10:34
Sjá ekki skóginn fyrir trjánum
Auðvitað er mikilvægt að allt sé uppi á borðinu varðandi kostnað af rannsókn Evu Joly. Það vekur hins vegar furðu mína að Morgunblaðið og meðreiðarsveinar þess skuli reyna að gera þennan kostnað tortryggilegann, en hafi minni áhyggjur af milljarða þúsundum (trilljónum?) sem fólkið sem hún á að rannsaka kom undan.
Heildarkostnaður af hennar verkum er sem nemur 67 milljónum, eða 0,00017% af því sem talið er að hafi "lekið" út af peningum til 100 stærstu útrásarþjófanna.
Umreiknað í launþegagreiðslur eru laun aðstoðarmanns hennar rúmlega 310 þúsund á mánuði. Sannarlega hærri laun en lægstu laun á landinu, en töluvert undir meðallaunum Íslendinga.
Þurfa menn ekki að fara opna augun og sjá skóginn fyrir trjánum ?
Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju vekur það furðu þína, Ólafur, að mogginn og mbl.is skuli hafa þennan hátt á? Það er ekkert nýtt að þessi háði og ófrjálsi fjölmiðill íhaldsins taki afstöðu gegn þjóðþrifamálum.
Björgvin R. Leifsson, 4.4.2009 kl. 10:40
Nafni: Nákvæmlega...
Bjöggi (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 10:42
Það er rétt Björgvin, auðvitað eiga þessi vinnubrögð ekki að koma á óvart. Maður verður samt alltaf hissa þegar maður áttar sig á að þessi vinnubrögð eigi viðhlæjendur. Er í alvöru til fólk sem finnst í lagi að 4000 milljörðum hafi verið stolið frá okkur ? Ef einhverjir þeirra lesa færsluna hvet ég þá eindregið til að koma fram undir nafni og segja af hverju.
Ólafur Þór Gunnarsson, 4.4.2009 kl. 11:07
Mörgum stendur ógn af nærveru hennar vegna þess hversu margir eru flæktir í málið. SKildi þó ekki vera að nýir eigendur Moggans séu þar á meðal ?
Finnur Bárðarson, 4.4.2009 kl. 11:40
Óli, ég sé ekki eftir einni einustu krónu sem fer í Evu Joly. Ekki einni einustu. Ég hins vegar hundsé eftir flestum aurunum sem fara í þá sem skipta upp eigum bankanna. Þar er verið að greiða alltof mikið held ég.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 4.4.2009 kl. 15:17
Undarlegt að fólki detti í hug að við séum svo græn að við ætlum að dvelja endalust niðri í holunni sem þeir grófu okkar ofan í. Og eins og við ætlum að fara að horfa í nokkrar skitnar milljónir fyrir MILLJARÐANA SEM HURFU.
EE elle (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.