4.4.2009 | 23:01
Sjálfstæðismenn hræddir við þjóðina
Er ekki mergurinn málsins sá að Sjálfstæðismenn vilja ekki að þjóðin fái að taka ákvarðanir um mikilvæg mál milliliðalaust. Þess vegna þæfa þeir málið um stjórnarskrárbreytinguna. Þetta passar ágætlega við málflutning þeirra frá því fyrr í vetur þegar þeir sátu sjálfir í stjórn.
Sjálfstæðismenn erru hræddir við þjóðina, og þora ekki að leita til hennar með ákvarðanatöku. En þeir gleyma einu. Þjóðin hefur hið endanlega vald, og getur, og mun velja einhverja aðra til að sitja á þingi en Sjálfstæðismenn í vor.
Enn langt í land eftir 36 tíma umræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Orð í tíma töluð,er algjörlega sammála þér.Atli Gíslason spurði einmitt Birgir Ármannsson að þessu í Kastljósi um daginn hvort að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðin hræddur við þjóðina.
Númi (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 23:23
Þeir eru í svo lélegu sambandi við hana að þeim krossbrá þegar hún birtist í haust með mótmælaspjöld og kröfur. Björn Bjarnason hringdi beinustu leið upp á lögreglustöð og bað þá að vígbúast. Þeir eru enn í sjokki eftir að raddir fólksins bárust inn í fílabeinsturninn þeirra. Sennilega vita þeir upp á sig skömmina. Vita það að við höfum fullt tilefni til að vera þeim reið.
Miðað við ótta þeirra mætti ætla að ábyrgð þeirra væri jafnvel enn meiri en hefur komið í ljós nú þegar
Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.4.2009 kl. 01:15
Flokksræðið þar er farið að vera ógnvekjandi. Spillingin í landinu af völdum flokkavalds er orðin hrikaleg og óþolandi. Lætur mann hugsa um ´the blue wall´ þagnarmúrinn þar sem spilltir félagar lögregluhópsins þegja fyrir hina spilltu félagana. Þeir spilltu eru alltaf drulluhræddir við fólkið og lýðræðið og munu gera allt í þeirra valdi til að bæla það. Og ekki hjálpar það hvað forysta þeirra er núna vanhæf. Burt með flokkakosningar og flokkavald.
EE elle (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 01:46
Þetta er nú meira bullið, og ég vona að það opni augun á fólki að þú átt ekkert erindi á þing. Ég held þér væri nær að skora á Ögmund Jónasson að segja af sér, hann er skilltasti stjórnmálamaður landsinns. Hefur setið beggja megin borðsinns sem formaður B.S.R.B. og á Alþingi ´verið formaður lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna og þegið á fjórðu miljón í laun fyrir á mánuði. Sukkið og mistökin hanns í lífeyrissjóðsmálum kosta þjóðina meira en IC Safe reikningarnir. Steingrímur sat í ríkisstjórn sem studdi fyrra Persaflóa stríðið sem kostaði þúsundir manna lífið. Og þessir menn sitja í VANHÆFRI R'IKISSTJ'ORN núna, sem erkihomminn Hörður Torfason kom þeim í með ofbeldi, og stuðningi Baugs.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 06:08
Þakka athugasemdir hér að ofan. Eins og áður mun ég svara málefnalegum athugasemdum, en ekki dylgjum eða skítkasti.
Ólafur Þór Gunnarsson, 5.4.2009 kl. 11:15
Afslöppuð athugasemd Ómar en er ekki að fatta tenginguna við færslu Ólafs
Finnur Bárðarson, 5.4.2009 kl. 11:29
Og bara til að valda ekki misskilningi um ´the blue wall´að ofan í no 3: Þarna var ekki verið að benda á ísl. lögreglu. Þar var erlent dæmi notað til að lýsa hópspillingu eins og í flokkavaldi.
EE elle (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 15:41
Ég held þeir séu skíthræddir við að missa völdin. Skíthræddir!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 5.4.2009 kl. 20:14
Blessaður Ólafur.
Þarna rataðist þér svo sannarlega rétt á munn. Mæl heill.
Sjálfstæðismenn eru hræddir við þjóðina og hafa ærna ástæðu til.
Ég vona að opnaðir verði sem flestir ruslapokar á þeim bæ því þörf er á þrifum þó ekki megum við sleppa okkur á nornaveiðum.
Gangi þér vel. Lengi lifi VG !!
Erla Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.