Ein af afleiðingum gróðærisins

Gamli Holdsveikraspítalinn,  Kópavogshælið, eða hvað annað menn vilja kalla það liggur undir skemmdum, og hefur gert í mörg ár. Í aðdraganda kosninganna 2006 var talað um þetta og reyndar fyrr. Þá gumuðu Sjálfstæðismenn af því í ræðu og riti að þeim hefði tekist að spara bæjarsjóði útgjöld upp á tugi milljarða, með sölu hússins, og þetta væri enn eitt dæmi um stjórnkænsku á þeim bæ.

Í  aðdraganda kosninganna 2002, lögðu vinstri græn til að húsið ásamt Kópavogsbænum gamla yrði gert upp, þar yrði menningarstarfsemi og sögu Kópavogs gerð skil, auk þess sem hin augljósa tenging við fornminjar vegna Kópavogsfundarins yrði nýtt.  Þessar hugmyndir voru ekki nógu góðar þá að mati bæjaryfirvalda, og 2007, fyrir tæpum 2 árum, þegar lá fyrir að Ingunn Wernersdóttir hefði hætt við allt saman, flutti ég eftirfarandi tillögu í bæjarstjórn :

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að fela Skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, markaðstjóra og framkv.stj. tómstunda- og menningarsviðs að gera tillögur um nýtingu Gamla Holdsveikra spítalans á Kópavogstúni. Jafnframt að fela framkvæmda- og tæknisviði að gera kostnaðaráætlun vegna endurbóta á húsinu.

Í bókun sem ég lagði fram um svipað leiti komu aftur fram hugmyndir VG um svæðið og nýtingu þess. En nei, tillagan var felld með atkvæðum Sjálfstæðismanna og Framsóknar gegn atkvæði mínu og Samfylkingarinnar. Það hefur semsagt ekkert verið gert í málinu síðan þá, og húsið heldur áfram að skemmast.  Húsin á reitnum eru hluti af menningararfi þjóðarinnar, og mikilvægur þáttur í sögu Kópavogs. Í ljósi ummæla bæjarstjóra munu vinstri græn á næstunni endurflytja tillögu um þetta mál. Vonandi hefur þá meirihlutanum snúist hugur. Verkefni eins og þetta er einmitt í anda þeirrar stefnu sem var kynnt hér í vikunni sem "Halland verkefnið" frá Svíþjóð um hvernig þarlendir brugðust við kreppunni á 10. áratug 20. aldar. Í gróðærinu voru menn svo uppteknir af því að allt yrði að vera nýtt, einkaframtakið ætti að gera allt, að menn gáfu sér ekki tíma til að horfa á söguna. Nú er tími til þess.
mbl.is Gamla hælið grotnar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband