8.4.2009 | 10:41
Vegurinn fram á við
Hér er um jákvætt skref í rétta átt að ræða, en hefði vissulega mátt vera stærra. Við skulum þó ekki gleyma því að á 3 vikum hafa vextir lækkað um 2,5%, sem hlýtur að teljast nokkuð á ekki lengri tíma. Í boði fyrri ríkisstjórnar höfðu fyrirtækin í landinu búið við hávaxtastig árum saman. Ef verðbólgu þróun næstu vikna verður áfram jafn hröð niður á við þá verður vonandi hægt að lækka vexti enn frekar seinna í vor.
Stýrivextir lækkaðir í 15,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En það er verið að tala niður gjaldmiðilinn. Jóhanna kemur endalaust fram opinberlega með veikjandi yfirlýsingar um gjaldmilðilinn okkar og upphefur EVRU, EVRU, EVRU. Það er orðið óþolandi. Dettur henni í alvöru ekki neinn annar gjaldmiðill í hug? Dollarinn (USD) er langsterkastur og við getum tekið hann upp. En það á að þvinga okkur í ESB og þvinga okkur til að taka upp EVRU. EVRUna hennar Jóhönnu.
EE elle (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 13:35
Þú lætur eins og vaxtastigi hafi verið haldið háu af vondum mönnum að óþörfu. Hér var gríðarlega mikil þensla árum saman og slíkt ástand kallar á háa vexti. Hvort þenslan hafi átt rétt á sér (vísa sérstaklega í Kárahnjúka/álver fyrir austan) er önnur spurning. En menn leika sér ekki að því að hafa vexti hærri en þeir þurfa að vera.
Blahh (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.