10.4.2009 | 13:53
Bjart yfir, þrátt fyrir föstudaginn langa
Þessir hátíðisdagar eru kærkomnir fyrir alla. Við hér á suðvesturhorninu höfum verið einstaklega heppin með veður. Sólin leikið við okkur og vorboðarnir keppast við að koma fljúgandi eða stinga sér upp úr mold. Sá tjald, hettumáf og margæs á gangi meðfram Kópavogi í morgun. Brum á trjám byrjað að springa, og krókusar og lyklar blómstra. Föstudagurinn langi verður tæplega of langur í svona blíðu.
Ég hlakka til sumarsins, og er farinn að hlakka til kosninganna 25. apríl.
Athugasemdir
Þú hefur ekki séð mig á gangi við Kópavogslækinn ... það er nú heldur sjaldgæf sjón og í frásögur færandi.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.4.2009 kl. 15:36
Föstudagurinn langi var ekkert langur.
EE elle (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.