13.4.2009 | 18:39
Vesalings fólkinu er ekki sjálfrátt
Oft hefur manni fundist að ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins væri ekki fyllilega sjálfrátt. Hér tekur þó steininn úr. Þeir skora á aðra floka að fylgja fordæmi flokksins! Hvaða fordæmi ? Því að berjast eins og ljón á móti lögunum um fjármál stjórnmálaflokka ? Því að taka við tugmilljónastyrkjum og reyna að fela þá? Því að vera í brjóstvörn þeirra sem hafa trúað í blindni á lögmál markaðarins ? Það hlýtur að vera þetta eða eitthvað viðlíka sem þeir eiga við.
Hvað varðar vinstri græn ætti öllum að vera löngu ljóst að okkar bókhald hefur verið aðgengilegt á netinu, og frá því löngu fyrir lagasetningu gaf flokkurinn sérstaklega upp öll stærri framlög (sjá vg.is). Sjálfstæðisflokknum væri nær að fylgja fordæmi VG hvað þetta varðar en að reyna á aumkunarverðan hátt að beina athyglinni frá tilvistarvanda sínum með þessum hætti.
Aðrir flokkar fylgi fordæmi Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll félagi, tek undir hvert orð.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 13.4.2009 kl. 20:31
Þú átt þó ekki við samsæriskenningar Svandísar Svavarsdóttur Gestssonar sem fréttamaður RUV tók upp eins og heilagan sannleik á 2. dag páska. Þetta er það sem kallaður er hálfsannleikur sem iðulega er óhrekjandi lygi. Nægilegt er að koma vitleysunni af stað og fá síðan nokkra nytsama sakleysinga til að smjatta á þessu áfram eins og um sannleik væri að ræða. M.ö.o. endurtaka lygina nægilega oft til að fólk fari að trúa þessu!
Sem dæmi um "heiðarleika" þinna manna þá létu Steingrímur J. og Hjörleifur Guttormsson, Samfylkinguna taka við skuldum Alþýðubandalagsins vegna Þjóðviljans sáluga og þykjast alsaklausir kórdrengir í dag með "hreinan" skjöld. Veröldin er ekki eins einföld og hún sýnist.
En njóttu trúar þinnar Ólafur Þór.
Jónas Egilsson, 13.4.2009 kl. 23:44
JónasE enn á ferð með fullyrðingar í anda Nixon og fleiri fyrirmynda: " ..endurtaka lygina nægilega oft til að fólk fari að trúa .." og "Let them deny it"- aðferðin !
Hlédís, 14.4.2009 kl. 10:32
Það væri forvitnilegt að keyra saman félagalista SUS/Heimdallar o.s.frv. og starfsmannalista vildarfyrirtækjanna, það eru til fleiri styrkir en þeir sem eiga að vera uppi á borði lögum samkvæmt, líka þeir "óbeinu". Engin er gjöf án gjalda.
Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 16:27
Þú ættir að skammast þín.
Dagbjartur (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 17:21
Við hvern er hann Dagbjartur að segja: "Gammastín"?
Hlédís, 14.4.2009 kl. 17:50
Jónas E ? Tók Samfylkingin við skuldum Alþýðubandalagsins????? Þú fyrirgefur en ertu að segja brandara hér? Eða ertu að reyna við smjörklípuaðferðina sem Davíð Kristur Odds útskýrði fyrir okkur svo eftirminnilega? Ég tók þetta reyndar sem brandara og skellihló! Örvæntingin er orðin svona mikil í FL okknum, ég bara fattaði það ekki fyrr en núna ..... Takk fyrir að upplýsa alþjóð um þetta....
Ína (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.