Framundan: Nokkur góð ár án íhaldsins

Þrátt fyrir tilraunir sjálfstæðismanna til að þvælast fyrir, hefur þetta þing sem nú kveður líklega verið eitt það starfsamasta í manna minnum. Mörg mikilvæg mál komust í gegn, hækkun vaxtabóta, niðurfelling eftirlaunalaganna, greiðslujöfnun og greiðsluaðlögun, saknæmi vændiskaupa, heimild til útgreiðslu séreignasparnaðar og þannig mætti telja áfram. Þá hefur ríkisstjórnin tekið margar ákvarðanir er varða rannsókn og uppgjör efnahagshrunsins, lækkað dagpeninga opinberra starfsmanna, leiðrétt margar rangar ákvarðanir síðasta heilbrigðisráðherra osfrv. Á starfstíð þessarar ríkisstjórnar(rúmlega tvo mánuði) byrjuðu vextir loks að lækka, en höfðu hækkað jafnt og þétt allt árið á undan, ef undan er skilið tímabil fáeina daga í október 2008.

Vonbrigðin hljóta að vera að ekki fengust í gegn breytingar á stjórnaskrá, ekki fékkst samþykkt stjórnlagaþing og ekki var samþykkt að frysta eignir auðmanna. Öll síðastöldu vonbrigðin í boði sjálfstæðismanna. Sagan mun væntanlega dæma fádæma þvergirðingshátt þeirra í kjölfar hrunsins, en kjósendur fá tækifæri til að senda flokkinn í endurhæfingu eftir rúma viku. Það er tækifæri sem menn ættu ekki að láta fara framhjá sér.


mbl.is Takk fyrir, búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líklega best að taka það framm að ég er alls ekki kjósandi sjálfstæðisflokksins, en ég skal glaður standa upp og klappa fyrir þér ef þú finnur einhvern á þessu landi sem finnst þessi ríksstjórn hafa komið einhverju meira í verk fyrir heimilin í landinu heldur en fyrri stjórn.

Veit bara ekki um neinn eða hef heyrt af einhverjum sem telur að þessi stjórn hafi náð gera nokkurn skapaðan hlut sem venjuleg heimli finna fyrir að sé að bæta hag þeirra.

Gunnar Þór Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 00:34

2 identicon

Minn tími er kominn sagði núverandi forsætisráðherra fyrir mörgum árum og loksins komst hún í stól til hamingju með það!!! en hvað hefur hún gert síðan hún settist í stól þann??' Fólk er að missa vinnu, reyna að semja við bankana sem eru orðnir ópersónulegir og engin veit þar hvað hann má gera fyrir fólkið sem hefur skipt við bankann árum og áratugum saman. Og ekki nóg með það ef þú biður um frystingu á lánum þá þarftu helst að gefa upp skóstærð því engu má leyna!!! og helst að vera með allt í mínus til að fá fyrirgreiðslu. Skattahækkanir og fleira á næsta horni ef við kjósum þessa stjórn sem er núna. Ekki veit ég hvað ég á að kjósa því enginn hefur sagt hvað hann ætli að gera heldur við ætlum að skoða þetta og hitt o.s.frv. Ég vil kjósa þá sem hlusta á raddir fólksins í landinu. Við viljum vera með í sandkassanum ekki fyrir utan. kær kveðja til flokkana ein sem veit ekki hvað hún kýs.

Elsa Eiríksdóttir Hjartar (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 00:43

3 identicon

Enn og aftur er allt í lagi með þig?

Anna G. Árnadóttir (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 01:31

4 Smámynd: Sigurjón

Össs... ekki hlakka ég til næstu 4 ára með þetta fólk á þingi...

Sigurjón, 18.4.2009 kl. 02:36

5 identicon

Það er satt, mörg góð mál fóru í gegnum þingið. Það sem fólk er að tala um hér er hins vegar skiljanlegt því við almenningur finnum ekki margt haldbært svona í einni svipan. Það tók íhaldið 18 ár að koma okkur í þessa klípu sem við erum í núna og enginn lagar það á 100 dögum. Ýmislegt hefur þó verið gert sem kemur okkur til góða þó maður vilji sjá eitthvað meira en er það ekki alltaf svo?

Íhaldið talar enn um einkavæðingu fyrirtækja. Viljum við það? Viljum við virkilega einkavæða bankana aftur? Skilaði það svona góðum árangri síðast? Ef það var svona sniðugt þá hef ég upplifað allt annan veruleika en aðrir. Frelsi er nauðsynlegt en það er vandmeðfarið og í litlu samfélagi getum við ekki leyft svona klúður því vil ég meina að ríkið eigi að eiga í það minnsta einn af bönkunum.

Hvað á að kjósa? Það sem kemst næst þinni sannfæringu. Það er aldrei svo að fólk geti verið sammála öllu sem einhver stjórnmálaflokkur hefur fram að færa en einhver kemst næst því og það er það sem maður á að styðja. Mér finnst við eiga standa vörð um samfélagsþjónustuna, þ.á.m. heilbrigðiskerfið. Mér finnst líka að við eigum að fara í aðildarviðræður við ESB og þegar við höfum fengið samning eða boð um inngöngu eftir þær viðræður þá á að kynna það vel fyrir þjóðinni og vera svo með þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Fyrr er ekki tímabært að vera með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Burkni (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 07:46

6 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Þakka athugasemdir. Það er rétt hjá þeim sem hér hafa tjáð sig að ríkisstjórnin hefur ekki gert nein kraftaverk. Þeir sem bjuggust við því að hægt yrði að snúa við afleiðingum bankahrunsins, gróðærisins, spillingarinnar, óráðsíunnar og sérhyglinnar á 80 dögum eru ekki alveg að sjá samhengi hlutanna. Ríkisstjórn með minnihluta á Alþingi þar sem einn flokkurinn ákveður að þvælast fyrir öllum góðum málum af hræðslu við þjóðina hefur ekki marga valkosti. Þrátt fyrir þetta hefur tekist á þessum vikum að byrja vaxtalækkunarferlið, tryggja að heimili fólks fari ekki á nauðungaruppboð, hækka vaxtabætur og losa um séreignasparnað fólks, allt aðgerðir sem með almennum hætti gera fólki auðveldara að komast af. Það eru bara Framsóknarmenn og Tryggvi Herbertsson sem trúa að til sé eitthvað "quick fix".

Auðvitað verður þjóðin að ákveða af eða á með aðild að Evrópusambandinu. Það þarf að gerast eftir upplýsta umræðu. Ég er ekki hræddur við niðurstöðu þjóðarinnar í því efni, líkt og sjálfstæðismenn hafa sýnt með afgerandi hætti undanfarnar vikur.

Ólafur Þór Gunnarsson, 18.4.2009 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband