Þjóðin ræður, tökum öll þátt!

Snarpri kosningabaráttu er nú að ljúka. Á morgun gengur þjóðin til afar afdrifaríkra kosninga. Þær snúast um það hverjum þjóðin treystir til að leiða sig út úr afleiðingum kreppunnar.

Menn hafa haldið því fram að til væru töfralausnir á vandanum, allt frá niðurfellingu skulda til snöggrar inngöngu í ESB. Hvorugt gengur eins og VG eru búin að halda fram alla kosningabaráttuna. Það kemur enginn hingað til Íslands og tekur til í okkar garði. Það verðum við að gera sjálf. Við eignumst heldur ekki meiri peninga sem þjóð með því að afskrifa skuldir í tugprósenta vís.

Við þurfum sjálf að vinna okkur út úr vandanum. Það verður erfitt og allir þurfa að leggja sitt af mörkum, allt eftir getu.

Lykilatriði er að allir mæti á kjörstað og taki þátt í að velja sér fólk sem þeir treysta. Kjósum öll, og hefjum þannig af fullum krafti þá uppbyggingu sem framundan er.

X-V


mbl.is Samfylkingin enn stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur stóð sig best í kvöld. Er ekki ábyrgur fyrir mistökum síðustu ára, en hefur hófsamar lausnir á framhaldinu. Honum ber að gefa séns nú.

 Águgamaður um gott framhald.

Dabbi (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:29

2 identicon

Get tekið undir með ykkur. 

EE elle (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 00:28

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

EN afhverju vilið þið VG menn ekki leyfa þjóðinni að ráð ESB-málinu? - Steingrímur sagði vonlaust að reyna fara með það í gegnum fulltrúaráð VG.

Helgi Jóhann Hauksson, 25.4.2009 kl. 04:57

4 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Samfylkingin kærð fyrir landráð.

Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð.  Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.

Lesið kæruna hér.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 06:33

5 identicon

Guðfríður ætti þó ekki að mínum dómi að vera ofar á lista en Ólafur og Ögmundur.  Dontgetit

EE elle (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband