26.4.2009 | 17:12
Þjóðin kaus vinstri stjórn,- til hamingju með það !
Þjóðin kaus sér vinstri stjórn, og það væri ábyrgðarhluti að neita henni um að fá slíka stjórn. Annar meirihluti þjóðarinnar kaus með ESB viðræðum, en þessir meirihlutar skarast að nokkru. Það er því verkefni nýrrar vinstri stjórnar að finna ásættanlega málsmeðferð í þessu stóra máli.
VG hafa sagt aftur og aftur að við viljum að þjóðin ráði þessu. Það er greinilegt að afstaðan til málsins liggur þvert (misþvert að vísu) á alla flokka. Ég hef fulla trú á að leiðtogar flokkanna, með fulltingi grasrótarinnar, finni leið sem allir geta sætt sig við.
Þingað um nýja stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til lukku með varaþingmannssætið Óli. Hlakka til að sjá þig á þingi.
Bjarkey Gunnarsdóttir, 27.4.2009 kl. 08:30
Þú vilt bara halda í meirihlutann... vittu þó til að svo verður ekki. ESB er víst málið. Þó ég sé því ekki sammála, að svo stöddu.
Freyr (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 09:34
eina sem ég sé sem getur stoppa stjórnina er að það teks ekki að nást samingar um eina eða tvær þjóðarafgræslur
og meðan ég mann til hamingu með varaþingmannssætið
vg all leið
Andri Sævar Sigríksson, 27.4.2009 kl. 10:27
Ég heyrði þessa síbylju Ögmundar um þjóðina ég held hann hafi nefnt hana tíu sinnum í viðtalinu. Spurningin er þessi: Hvað vilja VG. Afstaða Samfó var skýr fyrir kosningar. Ég held því miður að ekkert verði úr stjórn þessarra tveggja flokka. Dapurlegt. Mér er það óskiljanlegt hvers vegna ekki má sjá hvað í boði er með umsókn. Fyrir mér fer þetta að minna á hverja illvíga fælni.
Kveðja
Finnur Bárðarson, 27.4.2009 kl. 14:57
Við sækjum ekkert um fyrr en búið er að ræða það og ef fólkið vill það.
EE elle (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 16:47
Þakka kveðjurnar. Það væri nú annað hvort að stjórn sem fer inn í kosningar með minnihluta þingmanna á bak við sig, en kemur út með vænan meirihluta, túlkaði það ekki sem vísbendingu um hvað meirihluti þjóðarinnar vildi. Ég er þess fullviss að forystumenn flokkanna munu ná lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum, bæði hvað varðar Evrópumálin og önnur stór mál.
Ólafur Þór Gunnarsson, 27.4.2009 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.