Stjórnin með góðan byr

Það er greinilegt að almenningur í landinu treystir núverandi stjórn ágætlega fyrir þeim verkum sem henni hafa verið falin. Fylgi við stjórnina eykst frá síðustu könnun, og samanlegt fylgi flokkanna sem í henni eru eykst nokkuð. "Litlu" framboðin mælast enn lítil, enda fengið mjög takmarkaða kynningu enn sem komið er. Það er von að Sjálfstæðismenn séu ókyrrir yfir þessu, þeir bíða í ofvæni eftir að fá að ræsa kosningavélar sínar. Það hlýtur að teljast afrek að stjórn sem er með minnihluta á þingi, tekur við vonlausu búi og þarf að standa fyrir óvinsælum ákvörðunum skuli mælast með stuðning nær tveggja þriðju hluta þjóðarinnar.
mbl.is Ný könnun: Stjórnarflokkarnir fengju meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband