23.3.2010 | 22:51
Helmingaskipti B og D
Bæjarstjórnarfundur dagsins var athyglisverður. Sjálfstæðisflokkurinn og B-deild hans í Kópavogi (stundum kölluð Framsóknarflokkurinn) sættust, og nú er ljóst að fái flokkurinn og B-deildin til þess meirihluta þá mun samstarf þeirra halda áfram eftir kosningar.
Kópavogsbúar hafa því skýra valkosti í vor. Sami meirihluti með þá Ómar og Gunnar í fylkingarbrjósti, eða nýr meirihluti VG og Samfylkingar. Öll stóryrði Ómars frá síðastliðnu sumri um hvað Gunnar Ingi væri ómögulegur, svikabrigslin og "skandalayfirlýsingarnar" gufaðar upp. Helmingaskipta regla B og D lifir góðu lífi í Kópavogi.
Og hvað fékk Ómar Stefánsson fyrir að éta ofan í sig stóru orðin ? Jú, B-deild Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fær að stýra félagsmálaráði til vors.
Fer ekki í sérframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.2.2010 | 16:26
VG í Kópavogi með öflugan lista
Forval VG í Kópavogi var í gær og úrslit liggja fyrir. Röð frambjóðenda (kosið var í sex efstu sætin):
Ólafur Þór Gunnarsson
Guðný Dóra Gestsdóttir
Karólína Einarsdóttir
Guðbjörg Sveinsdóttir
Arnþór Sigurðsson
Hreggviður Norðdahl
Ég vil þakka félagsmönnum VG Kóp fyrir að setja saman öflugan lista. Í vor er svo alvöru prófið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2010 | 20:13
Forval VG Kópavogi á morgun (laugardag)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag var bæjarstjórnarfundur í Kópavogi. Ágætisfundur um margt, m.a. rætt um tvöföldun Suðurlandsvegar, skipulagsmál, velferðarmál og húsnæðismál. VG lögðu fram tillögu í húsnæðismálum, sem var samþykkt samhljóða. Tillagan gengur út á að meta hvort hægt verði að leggja húsnæðisnefnd til meira fé við endurskoðun fjárhagsáætlunar, en tillagan hljóðar svo:
"Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að við endurskoðun fjárhagsáætlunar þessa árs verði hugað sérstaklega að því hvort svigrúm verði til að auka framlag til húsnæðisnefndar vegna íbúðakaupa á árinu."
Í greinargerð sem fylgir er svo komið inn á með hvaða hætti og hvernig þetta væri hægt.
"Gera má ráð fyrir að eftirspurn eftir félagslegu húsnæði muni fara vaxandi á árinu, og mikilvægt að Kópavogsbær bregðist við því með öllum tiltækum ráðum. Á sama hátt gera spár ráð fyrir að húsnæðisverð muni fara lækkandi á árinu, og því gætu verið ákjósanleg kauptækifæri fyrir bæinn sem mikilvægt er að bregðast við. Um þessar mundir eru á annað hundrað fullkláraðra íbúða í Kópavogi (samkvæmt nýlegri samantekt), og líklegt að kaupandi sem vildi og gæti fest kaup á nokkrum íbúðum í einu, t.d. með útboði á kaupum, fengi hagstæð verð.
Ólafur Þór Gunnarsson"
Auðvitað væri einnig hægt að hugsa sér að bærinn keypti einnig íbúðir á seinni byggingarstigum og skapaði þannig vinnu við að fullgera þær. Iðnaðarmenn hafa kvartað undan verkefna skorti og þetta gæti verið ein leið til að bæta þar úr, ekki bara í Kópavogi heldur jafnvel víðar á landinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.2.2010 | 00:11
VG fá samþykkta tillögu
Í dag fengu VG samþykkta eftirfarandi tillögu í bæjaráði Kópavogs,
"Bæjarráð Kópavogs samþykkir að fela garðyrkjustjóra að gera tillögur um hvernig megi ganga frá landfyllingu vegna bryggjuhverfis á norðanverðu Kársnesi, í samvinnu og samkomulagi við núverandi eigendur. Ólafur Þór Gunnarsson"
Tillagan lætur ekkki mikið yfir sér en skiptir engu að síður máli fyrir íbúa á svæðinu, en í greinargerðinni sem fylgir er komið inn á þau atriði sem þar gætu komið til álita.
"Landfylling vegna væntanlegs bryggjuhverfis á norðanverðu Kársnesi og framkvæmdir þar í kring hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Nú er ljóst að framkvæmdir vegna væntanlegra bygginga á svæðinu munu frestast. Einnig er ljóst að ekki hefur gengið nógu vel að halda svæðinu lokuðu fyrir umgengni, og eitthvað mun vera um að losaður hafi verið úrgangur á svæðinu. Fok frá svæðinu hefur einnig verið nokkuð og valdið þeim íbúum sem næst búa angri. Mögulega væri hægt með litlum tilkostnaði að sá fræi í svæðið, og binda þannig, hægt væri að gera með litlum tilkostnaði hjólreiðastíga fyrir fjallahjól, heimila hundaeigendum að láta hunda sína hlaupa lausa (svipað og gert er á Geirsnefi við Elliðaár) og svo mætti lengi telja. Slíkar framkvæmdir ættu ekki að vera kostnaðarsamar, né heldur rýra notagildi svæðisins til framtíðar komi til bygginga þar. Á komandi sumri gæti þetta verið verkefni fyrir sumarstarfsfólk hjá garðyrkjustjóra eða hjá vinnuskólanum. Eins má nefna að vestast á svæðinu hefur orðið til lítil sandströnd, sem mögulega væri hægt að nota til sjósunds og sjóbaða, t.a.m. með smávegis aðstöðu til fataskipta, og með augljósri tengingu við Nauthólsvík norðan Fossvogsins."
Bæjarfélögin þurfa að leita að verkefnum í umhverfisfegrun og umhverfisvernd sem geta skapað einhver störf, án þess að með fylgi mikill kostnaður vegna búnaðarkaupa og efniskaupa eða vélavinnu o.þ.h. Þetta verkefni getur verið eitt af þeim.
Annar póltískur vinkill í málinu sem við munum auðvitað halda til haga er svo með hvaða hætti þessi landfylling varð til, hvernig var gengið framhjá vilja íbúa á svæðinu í því máli, hvernig var látið eftir verktökum að ana út í þessa framkvæmd o.s.fr.v.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2010 | 23:23
Sveitarfélögin ýti undir nýsköpun.
Sveitarfélögin eru í dag með stærstu vinnuveitendum landsins. Hjá Kópavogi t.d. starfa yfir 1500 manns. Bæjarfélögin geta sannarlega komið að nýsköpun í atvinnulífi, ekki bara með fjárframlögum, heldur líka með því að skapa aðstöðu, veita stuðning, leiðbeina.
Eitt af þeim verkefnum sem VG í Kópavogi hafa lengi talað fyrir er uppbygging á Kópavogstúninu og við gamla Kópavogshælið, menningartengt verkefni sem Þorleifur Friðriksson og fleiri hafa m.a. vakið athygli á. Þar mætti gera sögu og menningu bæjarins skil, hafa veitingasölu, gestamóttöku osfrv.
Saga Kópavogs er nefnilega ekkert minna markverð en annarra svæða, en ef enginn veit af henni gefur henni enginn gaum. Gamla Kópavogshælið er teiknað af Guðjóni Samúelssyni og gæti sómt sér vel sem hluti af menningarsögu bæjarins. Gamli Kópavogsbærinn, elsta steinhús í bænum ekki langt undan, minjar um Kópavogsfundinn, leirurnar og svo mætti lengi telja.
Hér gætu verið á ferðinni mörg sprotaverkefni, bæði stór og smá, en bærinn þarf að gefa þeim gaum og búa í haginn svo þau komist af stað. Nú er tími skapandi frumkvæðis, og bæjaryfirvöld í Kópavogi og annars staðar eiga að ýta undir það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2010 | 23:46
Samráð, ekki "pissukeppni"
Eitt af því sem setti sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í gríðarlegan vanda í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins, var gengdarlaus samkeppni þeirra um úthlutun og framboð lóða. Ekkert samráð, og þegar upp var staðið þurftu þau ekki einasta að taka við hundruðum lóða aftur, heldur líka að endurgreiða þær með verðbótum eins og lög mæla fyrir um. Vegna þessa láku út úr sveitarsjóðum hundruðir milljóna og í sumum tifellum milljarðar. Þessa peninga hefði verið hægt að nota nú þegar kreppir að.
Auk þess leiddi þessi samkeppni til þess að hundruðir ef ekki þúsund íbúðir umfram þörf voru byggðar, og víða sjáum við þess merki að heilu göturnar standi auðar.
Bankarnir kynntu svo auðvitað undir með "ódýru lánsfé", fjölskyldur og fyrirtæki sitja síðan eftir með sárt ennið, forsendurnar sem þeim voru gefnar reyndust í besta falli óáreiðanlegar, í sumum tilfellum óábyrgar.
En spurningin hlýtur að vera, frá sjónarhóli sveitarfélaganna, hvernig komum við í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Að "pissukeppni" sveitarfélaganna byrji ekki aftur þegar hagur þeirra vænkast ?
Ég tel að það sé löngu tímabært að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi sameiginlega stefnu og markmið í skipulagsmálum. Það mætti gera með sameiginlegu skipulagsráði höfuðborgarsvæðisins, sem hefði meiri vigt heldur en núverandi samvinnunefnd. Slíkt ráð ætti að geta verið öryggisventill fyrir öll sveitarfélögin og geta hindrað að ekki sé farið fram með offari, án tillits til hinna. Slík samvinna gæti svo hæglega verið undanfari aukinnar samvinnu á fleiri sviðum, sem aftur gæti leitt til betri nýtingar fjármuna, þ.a. skattpeningar íbúanna séu nýttir til þeirra verka sem eru brýnust fyrir þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.2.2010 | 16:48
Einkavinavæðing í Kópavogi. Af hverju þegir Mogginn ?
Frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi og Fréttablaðsins í morgun sýndi okkur eina ferðina enn hve núverandi meirihluti í Kópavogi hefur verið duglegur að hygla vinum sínum og vandamönnum.
Mogginn hefur því miður ekki séð ástæðu til að segja frá þessu, en kjarni málsins er samkvæmt fréttum að Halldór Jónsson verkfræðingur, stórbloggari og trúnaðarmaður Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hafi án útboða fengið um 70 milljónir frá bænum fyrir verkfræðistörf. Það er rúmlega milljón á mánuði. Ég óttast að það verði mörg svona mál sem koma upp úr hirslunum þegar vinstri menn komast til valda í Kópavogi í kosningunum í vor. Verkefnið er klárlega að koma frá þeim meirihluta sem nú situr.
Ógegnsæi og einkavinavæðing eiga að víkja fyrir opinni stjórnsýslu og jöfnum tækifærum fyrir alla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.5.2009 | 18:21
Við getum ekki látið þetta viðgangast
Það er algerlega óásættanlegt að tannheilsa íslenskra barna sé á þann veg sem hér er lýst. Því miður erum við talsvert á eftir öðrum velferðarríkjum hvað þetta varðar, og þurfum að taka á strax. Tannlækningar barna og unglinga ættu að vera gjaldfrjálsar eins og önnur heilsuvernd fyrir þennan aldurshóp. Vinstri græn hafa lagt til í sinni stefnuskrá að tannlækningar væru gjaldfrjálsar fyrir þessa hópa. Jafnvel þó að af hljótist kostnaður fyrir ríkið, er nokkuð ljóst að kostnaður við að gera ekki neitt í samfélagslegu tilliti væri enn meiri.
Óásættanlegt ástand | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)