2.5.2009 | 13:26
Ósmekkleg fyrirsögn á forsíðu Moggans
Mér þótti forsíða Moggans í gær vera a.m.k. 20 ára gömul, jafnvel eldri. Val á fyrirsögn á forsíðu á baráttudegi verkalýðsins hefði varla getað verið meira óviðeigandi. Minnti á þá tíma þegar Mogginn var grímulaust málgagn Sjálfstæðisflokksins og fjármagnsafla í landinu. Ekki svo að skilja að hann hafi hætt því, en oft tekist betur að fela það.
Atvinnuleysisbætur voru stór áfangi í réttindabaráttu vinnandi fólks, og Mogganum, sem nýlega fékk gefins 3 milljarða úr opinberum sjóðum, væri nær að tala af meiri virðingu um þá baráttu.
Bæturnar misnotaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.5.2009 | 13:19
Þjófar, ekki víkingar, ræningjabæli, ekki skjól.
Rannsaka félög í skattaskjólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.4.2009 | 17:12
Þjóðin kaus vinstri stjórn,- til hamingju með það !
Þjóðin kaus sér vinstri stjórn, og það væri ábyrgðarhluti að neita henni um að fá slíka stjórn. Annar meirihluti þjóðarinnar kaus með ESB viðræðum, en þessir meirihlutar skarast að nokkru. Það er því verkefni nýrrar vinstri stjórnar að finna ásættanlega málsmeðferð í þessu stóra máli.
VG hafa sagt aftur og aftur að við viljum að þjóðin ráði þessu. Það er greinilegt að afstaðan til málsins liggur þvert (misþvert að vísu) á alla flokka. Ég hef fulla trú á að leiðtogar flokkanna, með fulltingi grasrótarinnar, finni leið sem allir geta sætt sig við.
Þingað um nýja stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.4.2009 | 23:13
Þjóðin ræður, tökum öll þátt!
Snarpri kosningabaráttu er nú að ljúka. Á morgun gengur þjóðin til afar afdrifaríkra kosninga. Þær snúast um það hverjum þjóðin treystir til að leiða sig út úr afleiðingum kreppunnar.
Menn hafa haldið því fram að til væru töfralausnir á vandanum, allt frá niðurfellingu skulda til snöggrar inngöngu í ESB. Hvorugt gengur eins og VG eru búin að halda fram alla kosningabaráttuna. Það kemur enginn hingað til Íslands og tekur til í okkar garði. Það verðum við að gera sjálf. Við eignumst heldur ekki meiri peninga sem þjóð með því að afskrifa skuldir í tugprósenta vís.
Við þurfum sjálf að vinna okkur út úr vandanum. Það verður erfitt og allir þurfa að leggja sitt af mörkum, allt eftir getu.
Lykilatriði er að allir mæti á kjörstað og taki þátt í að velja sér fólk sem þeir treysta. Kjósum öll, og hefjum þannig af fullum krafti þá uppbyggingu sem framundan er.
X-V
Samfylkingin enn stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.4.2009 | 15:18
Þvílíkt tilboð !
Ætlar að krefjast verðmats á Exista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.4.2009 | 23:42
Akureyrarbær: Hækkaði skatta og lækkar laun !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.4.2009 | 23:40
Kópavogsbær : Hækkaði skatta og lækkaði laun !
En þar stjórna flokkar sem eru "á móti öllum skattahækkunum". Gerðist um síðustu áramót!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 23:38
Framundan: Nokkur góð ár án íhaldsins
Þrátt fyrir tilraunir sjálfstæðismanna til að þvælast fyrir, hefur þetta þing sem nú kveður líklega verið eitt það starfsamasta í manna minnum. Mörg mikilvæg mál komust í gegn, hækkun vaxtabóta, niðurfelling eftirlaunalaganna, greiðslujöfnun og greiðsluaðlögun, saknæmi vændiskaupa, heimild til útgreiðslu séreignasparnaðar og þannig mætti telja áfram. Þá hefur ríkisstjórnin tekið margar ákvarðanir er varða rannsókn og uppgjör efnahagshrunsins, lækkað dagpeninga opinberra starfsmanna, leiðrétt margar rangar ákvarðanir síðasta heilbrigðisráðherra osfrv. Á starfstíð þessarar ríkisstjórnar(rúmlega tvo mánuði) byrjuðu vextir loks að lækka, en höfðu hækkað jafnt og þétt allt árið á undan, ef undan er skilið tímabil fáeina daga í október 2008.
Vonbrigðin hljóta að vera að ekki fengust í gegn breytingar á stjórnaskrá, ekki fékkst samþykkt stjórnlagaþing og ekki var samþykkt að frysta eignir auðmanna. Öll síðastöldu vonbrigðin í boði sjálfstæðismanna. Sagan mun væntanlega dæma fádæma þvergirðingshátt þeirra í kjölfar hrunsins, en kjósendur fá tækifæri til að senda flokkinn í endurhæfingu eftir rúma viku. Það er tækifæri sem menn ættu ekki að láta fara framhjá sér.
Takk fyrir, búið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.4.2009 kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.4.2009 | 21:30
Hræddar sálir
Enn einu sinni staðfesta Sjálfstæðismenn að þeir eru hræddir við þjóðina. Í sjálfu sér engin furða, sjónarmið þeirra virðast vera svo gersamlega á skjön við vilja meirihluta þjóðarinnar. Það hljómar ekki trúverrðugt hjá flokknum að halda því fram að tíminn sé of naumur o.s.frv.
Auðlindaákvæðið hefur verið rætt á Alþingi í mörg ár, og einnig ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðslur, og allt tal um að þetta komi fram of seint er fyrirsláttur. Hver hin raunverulega ástæða er skal ég ekki segja, en a.m.k. er ljóst að sjálfstæðismenn treysta ekki þjóðinni, og því ætti hún þá að treysta þeim ?
Slegið á sáttahendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.4.2009 | 18:39
Vesalings fólkinu er ekki sjálfrátt
Oft hefur manni fundist að ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins væri ekki fyllilega sjálfrátt. Hér tekur þó steininn úr. Þeir skora á aðra floka að fylgja fordæmi flokksins! Hvaða fordæmi ? Því að berjast eins og ljón á móti lögunum um fjármál stjórnmálaflokka ? Því að taka við tugmilljónastyrkjum og reyna að fela þá? Því að vera í brjóstvörn þeirra sem hafa trúað í blindni á lögmál markaðarins ? Það hlýtur að vera þetta eða eitthvað viðlíka sem þeir eiga við.
Hvað varðar vinstri græn ætti öllum að vera löngu ljóst að okkar bókhald hefur verið aðgengilegt á netinu, og frá því löngu fyrir lagasetningu gaf flokkurinn sérstaklega upp öll stærri framlög (sjá vg.is). Sjálfstæðisflokknum væri nær að fylgja fordæmi VG hvað þetta varðar en að reyna á aumkunarverðan hátt að beina athyglinni frá tilvistarvanda sínum með þessum hætti.
Aðrir flokkar fylgi fordæmi Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)