Bjart yfir, þrátt fyrir föstudaginn langa

Þessir hátíðisdagar eru kærkomnir fyrir alla. Við hér á suðvesturhorninu höfum verið einstaklega heppin með veður. Sólin leikið við okkur og vorboðarnir keppast við að koma fljúgandi eða stinga sér upp úr mold. Sá tjald, hettumáf og margæs á gangi meðfram Kópavogi í morgun. Brum á trjám byrjað að springa, og krókusar og lyklar blómstra. Föstudagurinn langi verður tæplega of langur í svona blíðu.

Ég hlakka til sumarsins, og er farinn að hlakka til kosninganna 25. apríl. 


Dýrmæt störf, án aukaverkana

Ef menn lesa tillögur VG á vg.is geta menn séð frekari útfærslur. Enn sem komið er hefur enginn annar flokkur komið með jafn vel ígrundaðar tillögur í atvinnumálum í þessari kosningabaráttu. Ekkert hókus pókus, heldur raunverulegar leiðir. Gott innlegg í umræðuna.


mbl.is Störf verða ekki til á skrifstofum stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegurinn fram á við

Hér er um jákvætt skref í rétta átt að ræða, en hefði vissulega mátt vera stærra. Við skulum þó ekki gleyma því að á 3 vikum hafa vextir lækkað um 2,5%, sem hlýtur að teljast nokkuð á ekki lengri tíma. Í boði fyrri ríkisstjórnar höfðu fyrirtækin í landinu búið við hávaxtastig árum saman. Ef verðbólgu þróun næstu vikna verður áfram jafn hröð niður á við þá verður vonandi hægt að lækka vexti enn frekar seinna í vor.

 


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 15,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein af afleiðingum gróðærisins

Gamli Holdsveikraspítalinn,  Kópavogshælið, eða hvað annað menn vilja kalla það liggur undir skemmdum, og hefur gert í mörg ár. Í aðdraganda kosninganna 2006 var talað um þetta og reyndar fyrr. Þá gumuðu Sjálfstæðismenn af því í ræðu og riti að þeim hefði tekist að spara bæjarsjóði útgjöld upp á tugi milljarða, með sölu hússins, og þetta væri enn eitt dæmi um stjórnkænsku á þeim bæ.

Í  aðdraganda kosninganna 2002, lögðu vinstri græn til að húsið ásamt Kópavogsbænum gamla yrði gert upp, þar yrði menningarstarfsemi og sögu Kópavogs gerð skil, auk þess sem hin augljósa tenging við fornminjar vegna Kópavogsfundarins yrði nýtt.  Þessar hugmyndir voru ekki nógu góðar þá að mati bæjaryfirvalda, og 2007, fyrir tæpum 2 árum, þegar lá fyrir að Ingunn Wernersdóttir hefði hætt við allt saman, flutti ég eftirfarandi tillögu í bæjarstjórn :

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að fela Skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, markaðstjóra og framkv.stj. tómstunda- og menningarsviðs að gera tillögur um nýtingu Gamla Holdsveikra spítalans á Kópavogstúni. Jafnframt að fela framkvæmda- og tæknisviði að gera kostnaðaráætlun vegna endurbóta á húsinu.

Í bókun sem ég lagði fram um svipað leiti komu aftur fram hugmyndir VG um svæðið og nýtingu þess. En nei, tillagan var felld með atkvæðum Sjálfstæðismanna og Framsóknar gegn atkvæði mínu og Samfylkingarinnar. Það hefur semsagt ekkert verið gert í málinu síðan þá, og húsið heldur áfram að skemmast.  Húsin á reitnum eru hluti af menningararfi þjóðarinnar, og mikilvægur þáttur í sögu Kópavogs. Í ljósi ummæla bæjarstjóra munu vinstri græn á næstunni endurflytja tillögu um þetta mál. Vonandi hefur þá meirihlutanum snúist hugur. Verkefni eins og þetta er einmitt í anda þeirrar stefnu sem var kynnt hér í vikunni sem "Halland verkefnið" frá Svíþjóð um hvernig þarlendir brugðust við kreppunni á 10. áratug 20. aldar. Í gróðærinu voru menn svo uppteknir af því að allt yrði að vera nýtt, einkaframtakið ætti að gera allt, að menn gáfu sér ekki tíma til að horfa á söguna. Nú er tími til þess.
mbl.is Gamla hælið grotnar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningamiðstöð VG í Kraganum opnar í dag

Það hefur verið mikið að gera hjá VG á höfuðborgarsvæðinu þessa helgi. Kosningaskrifstofa opnuð í Hafnarfirði og Reykjavík í gær, og kosningamiðstöð VG í Kraganum í Kópavogi í dag kl. 14.-16. Í Kragakaffi Hamraborg 1-3 kemur Guðrún Gunnars og syngur nokkur lög, frambjóðendur flytja ávörp og við tölum saman. Kaffi og meðlæti (búinn að baka pönnsurnar). Sjáumst hress.

Sjálfstæðismenn hræddir við þjóðina

Er ekki mergurinn málsins sá að Sjálfstæðismenn vilja ekki að þjóðin fái að taka ákvarðanir um mikilvæg mál milliliðalaust. Þess vegna þæfa þeir málið um stjórnarskrárbreytinguna. Þetta passar ágætlega við málflutning þeirra frá því fyrr í vetur þegar þeir sátu sjálfir í stjórn.

Sjálfstæðismenn erru hræddir við þjóðina, og þora ekki að leita til hennar með ákvarðanatöku. En þeir gleyma einu. Þjóðin hefur hið endanlega vald, og getur, og mun velja einhverja aðra til að sitja á þingi en Sjálfstæðismenn í vor.


mbl.is Enn langt í land eftir 36 tíma umræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjá ekki skóginn fyrir trjánum

Auðvitað er mikilvægt að allt sé uppi á borðinu varðandi kostnað af rannsókn Evu Joly. Það vekur hins vegar furðu mína að Morgunblaðið og meðreiðarsveinar þess skuli reyna að gera þennan kostnað tortryggilegann, en hafi minni áhyggjur af milljarða þúsundum (trilljónum?) sem fólkið sem hún á að rannsaka kom undan.

Heildarkostnaður af hennar verkum er sem nemur 67 milljónum, eða 0,00017% af því sem talið er að hafi "lekið" út af peningum til 100 stærstu útrásarþjófanna.

Umreiknað í launþegagreiðslur eru laun aðstoðarmanns hennar rúmlega 310 þúsund á mánuði. Sannarlega hærri laun en lægstu laun á landinu, en töluvert undir meðallaunum Íslendinga.

Þurfa menn ekki að fara opna augun og sjá skóginn fyrir trjánum ?


mbl.is Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið var

Það er gleðilegt að loksins skuli hafa verið dæmt í þessu máli. Vestmannaeyjabær á hrós skilið fyrir. Héraðsdómur hefur því sagt að olíufélögin eru bótaskyld gagnvart þeim sem þau brutu gegn, og gæti verið fordæmisgefandi. Nú er að sjá hvort félögin áfrýja til Hæstaréttar. Verði félögin endanlega sakfelld í þessu máli eins og öðrum verður svo að sjá til þess að þau velti sektunum ekki út í verðlagið. Sum þeirra hafa reyndar skipt um nöfn og heita nú N1 og fleira, en það ætti ekki að vefjast fyrir dómstólum að draga þau til ábyrgðar. Vonandi gengur hraðar að skera úr sekt eða sýknu þegar kemur að útrásarþjófunum. 


mbl.is Olíufélögin skaðabótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafyrring

Ég ætlaði ekki að trúa þegar ég las þessa frétt. Fyrringin hjá útrásarþjófunum hefur verið alger, og þeir hafa ekki verið búnir að átta sig á hruninu rétt fyrir áramót. Hvernig stendur á að VÍS lánar peninga í svona vitleysu er óskiljanlegt, og viðbúið að þeir velti svona gjörningum út í verðlagið. Svo eru menn að kvarta yfir hugmyndum um að frysta eignir auðmanna !  Þessir sömu aðilar barma sér yfir skorti á bankaleynd !
mbl.is 200 milljóna veð í sveitasetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er lekinn hættur ?

Vonandi heldur þessi styrking eitthvað áfram, þegar fara að berast heim þeir peningar sem talið er að "leki fram hjá".  Þeir sem ekki eru sáttir við þessi tímabundnu höft eru í raun að segja að þeim finnist ekkert atriði að við tökum öll þátt í að reyna að rétta samfélagið af, eða það heyrir upp á þá að benda á aðrar betri leiðir eins og staðan er nú. A.m.k. hefur þessi títtnefndi leki sýnt okkur að   hagkerfið ræður ekki við að gjaldmiðillinn sé með algjört frelsi.


mbl.is Krónan styrktist um 2,11%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband