1.3.2009 | 13:06
Byrjum á þeim sem verst eru settir
Fyrsta hugsun í þeim aðgerðum sem verður farið í til hjálpar heimilum í landinu á að vera sú að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum myndi flöt niðurfærsla allra skulda gagnast þeim mest sem mest skulda og mest tækifæri höfðu til að ná sér í lánsfé. Það var ekki fólk á taxtalaunum, aldraðir eða öryrkjar.
Að mínu viti ættum við að einbeita okkur að því að aðstoða þá sem geta ekki komast í gegnum þessar þrengingar án hjálpar. Það væri til að mynda hægt að miða við að byrja á fjölskyldum sem hafa minna en 400 þúsund í fjölskyldutekjur á mánuði, neikvæða eignastöðu vegna hrunsins og fólks sem misst hefur vinnuna. Fjölskyldur með miklar tekjur og góða eignastöðu þurfa ekki á aðstoð ríkisins að halda, þeirra er frekar að rétta hjálparhönd öðrum til aðstoðar.
20% niðurfærsla 1.200 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.2.2009 | 17:01
Ræningjabæli og felustaðir fyrir þýfi
Tekið á skattaparadísum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
26.2.2009 | 21:24
Kominn á mogga bloggið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2009 | 21:03
Ólafur Ragnar undirritar "uppsagnarbréf" Davíðs
Rétt í þessu vöru lög um Seðlabankann staðfest af forsetanum. Langri og ekki þrautalausri göngu er því lokið, við getum fengið nýjan Seðlabankastjóra, og það sem skiptir ekki minna máli, nýja peningamálastefnu. Kannski fara nú vextir loksins að lækka ? Kannski fáum við að vita hvað gerðist í raun og veru. Það er auðvitað heilmikill "symbolismi" í því að fyrstu lög sem þessi ríkisstjórn fær samþykkt séu lög um Seðlabankann og að sá sem undirritar "uppsagnabréf" bankastjóranna skuli einmitt vera Ólafur Ragnar Grímsson. Þetta er fyrsta góða málið sem stjórnin kemur í gegn. Vonandi verða þau fleiri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)