Byrjum á þeim sem verst eru settir

Fyrsta hugsun í þeim aðgerðum sem verður farið í til hjálpar heimilum í landinu á að vera sú að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum myndi flöt niðurfærsla allra skulda gagnast þeim mest sem mest skulda og mest tækifæri höfðu til að ná sér í lánsfé. Það var ekki fólk á taxtalaunum, aldraðir eða öryrkjar. 

Að mínu viti ættum við að einbeita okkur að því að aðstoða þá sem geta ekki komast í gegnum þessar þrengingar án hjálpar. Það væri til að mynda hægt að miða við að byrja á fjölskyldum sem hafa minna en 400 þúsund í fjölskyldutekjur á mánuði, neikvæða eignastöðu vegna hrunsins og fólks sem misst hefur vinnuna. Fjölskyldur með miklar tekjur og góða eignastöðu þurfa ekki á aðstoð ríkisins að halda, þeirra er frekar að rétta hjálparhönd öðrum til aðstoðar.  


mbl.is 20% niðurfærsla 1.200 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræningjabæli og felustaðir fyrir þýfi

Skattaskjól og skattaparadís eru orð sem hafa alltof jákvæðan blæ yfir sér. Svipað og einhverjum ditti í hug að tala um afbrotaparadís eða eitthvað álíka. Nei, köllum hlutina sínum réttu nöfnum. Þarna er ekkert annað á ferðinni en þjófnaður, sem er ekkert betri en hver önnur skattsvik og undanskot. Þeir auðmenn sem hafa sjálfir frumkvæði að því að koma heim með feng sinn, skila honum aftur inn í hagkerfið og borga af honum eðlileg gjöld, ættu sér jafnvel viðreisnar von með þjóðinni. Þessi löggjöf þarf að komast fljótt og vel í gegnum þingið, og auðmennirnir ættu að líta á þann tíma sem það tekur sem hinn raunverulega frest sem þeir hafa til að iðrast.
mbl.is Tekið á skattaparadísum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn á mogga bloggið

Ég gleymdi víst að geta þess hér að framan, að frá og með deginum í dag er bloggsíðan mín komin hingað á Mogga-vefinn. Ég er því hættur að nota allar eldri síður og mun nota þennan vettvang ásamt fésbók til að koma að umræðu líðandi stundar.

Ólafur Ragnar undirritar "uppsagnarbréf" Davíðs

Rétt í þessu vöru lög um Seðlabankann staðfest af forsetanum. Langri og ekki þrautalausri göngu er því lokið, við getum fengið nýjan Seðlabankastjóra, og það sem skiptir ekki minna máli, nýja peningamálastefnu. Kannski fara nú vextir loksins að lækka ? Kannski fáum við að vita hvað gerðist í raun og veru. Það er auðvitað heilmikill "symbolismi" í því að fyrstu lög sem þessi ríkisstjórn fær samþykkt séu lög um Seðlabankann og að sá sem undirritar "uppsagnabréf" bankastjóranna skuli einmitt vera Ólafur Ragnar Grímsson. Þetta er fyrsta góða málið sem stjórnin kemur í gegn. Vonandi verða þau fleiri.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband