10.3.2009 | 23:51
Aðgerðir strax
Enn meiri fjöldi er á góðri leið með að komast í neikvæða eignastöðu. Sumir þessara einstaklinga og fjölskyldna hafa misst vinnuna og eiga í raun engann séns á að snúa taflinu sér í hag án utanaðkomandi hjálpar.
Þessu fólki þarf að hjálpa. Hvort sem það er með því að fyrirbyggja að það lendi á götunni, með því að íbúðalánasjóður taki yfir húsnæði þeirra og leigi það til þeirra, eða að einhver hluti skulda þeirra verði felldur niður eða afskrifaður. Með flötum niðurfellingum yfir línuna ákveðum við að hjálpa þeim minna sem þurfa á því að halda.
Eitt skilmerki fyrir því að vera í "fyrsta hópnum" sem fær hjálp gæti t.d. verið neikvæð eignastaða, eða atvinnuleysi. Það verður að byrja einhvers staðar og þetta er að mínu mati skársti upphafs punkturinn. Við megum heldur ekki gleyma hópnum sem er á leigumarkaði og getur ekki staðið undir leigu vegna tekjumissis eða hækkana. Þessum hópum þarf að hjálpa strax.
14 þúsund heimili eiga bara skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.3.2009 | 23:46
Beita sjálfa sig málþófi !
Saka sjálfstæðismenn um málþóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2009 | 23:37
Var ekki sagt að það væri allt í lagi .....?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2009 | 21:29
Til hamingju Blikar !
Breiðablik í úrslitakeppnina - Þór féll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2009 | 16:11
"Ragnar Reykáss heilkennið"
Flestir vilja aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2009 | 21:14
Ein leið til að sporna við atvinnuleysi
Frumvarp um endurgreiðslu virðisaukaskatts að lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2009 | 20:27
Sterk vísbending um styrka stjórn eftir kosningar
Það er lykilatriði í þessari könnun að ríkisstjórnarflokkarnir fengju 37 þingmenn, og hinir 28. Þetta er svipað fylgi og DB stjórnin hafði síðasta kjörtímabil sitt, og sami þingmeirihluti. Könnunin er líka athyglisverð fyrir það að tæp 80% gefa upp afstöðu. Þjóðin er greinilega á því að þetta stjórnarsamstarf sé skynsamlegt áfram, og telur að Sjálfstæðismenn eigi áfram að vera utan ríkisstjórnar. Þá er líka ljóst að fólk er hrætt við þann möguleika að ný BD stjórn taki við völdum eftir kosningar. Munurinn á DSV er líklega ekki marktækur, og það gerir komandi baráttu enn meira spennandi.
Ég hefði haft fyrirsögnina eitthvað á þessa leið "Stefnir í að VG tvöfaldi þingmannatölu sína", og undirfyrirsögnin, "-Sjálfstæðisflokkurinn missir fimmtung þingmanna sinna". Svo lélega niðurstöðu hefur flokkurinn ekki séð síðan 1987, þegar Borgaraflokkurinn kom fram, en þá fékk flokkurinn rúm 27%.
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.3.2009 | 00:01
Rafmagn á niðursettu verði til matvælaframleiðslu
Ég heyrði í morgun(4.3) á tal tveggja forsvarsmanna bænda. Þar var meðal annars talað um mikilvægi matvælaframleiðslu í landinu, og matvælaöryggi. Annað bar einnig á góma sem ég hef oft velt fyrir mér, bæði upphátt og í hljóði, en það er hvers vegna við notum ekki innlenda orku í meira mæli til matvælaframleiðslu.
Af hverju bjóðast garðyrkjubændum ekki sambærileg kjör á rafmagni og til að mynda stóriðju? Af hverju fá kúa,- svína,- hænsna og aðrir bændur ekki raforku til búa sinna á stórlega niðursettu verði ? Jafnvel þó að raforkunotkun þessarra bænda sem hóps væru ekki jafn mikil og eins stóriðjuvers, hvers vegna ekki að bjóða þeim sameiginlega sem stórkaupanda að fá orku á niðursettu verði. Getum við á tímum þegar krónan er illa stödd og innflutningur á matvælum er afar dýr horft fram hjá svona leiðum ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.3.2009 | 19:06
"Guns don't kill people......."
Hér var ekki hörð frjálshyggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.3.2009 | 21:34
Spörum milljarða með bættri heimaþjónustu
Í fréttum ríkissjónvarpsins í kvöld var bent á að með aukinni áherslu á heimahjúkrun og heimaþjónustu mætti spara verulega fjármuni og jafnframt gera fólki kleyft að vera heima hjá sér frekar en að flytja á stofnun. Á þetta hefur verið bent margoft á undanförnum árum, og vonandi að menn fari nú að taka við sér. Eitt lykilatriðið í því efni er sú samræming heimahjúkrunar ríkisins og heimaþjónustu sveitarfélaganna sem er nú að fara í gang á höfuðborgarsvæðinu.
Auðvitað væri best að þessi nærþjónusta væri á hendi sveitarfélaganna, en þá þarf að fylgja fjármagn við flutning verkefna. Ársdvöl á hjúkrunarheimili kostar nú í kringum 7 milljónir skv. upplýsingum heilbrigðisráðuneytisins. Ef við setjum aukið fjármagn í heimaþjónustu og heimahjúkrun sköpum við mörg störf, án stofnkostnaðar, um leið og við tryggjum að fólk fái þá þjónustu sem það á rétt á og vill.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)