Sterk vísbending um styrka stjórn eftir kosningar

Það er lykilatriði í þessari könnun að ríkisstjórnarflokkarnir fengju 37 þingmenn, og hinir 28. Þetta er svipað fylgi og DB stjórnin hafði síðasta kjörtímabil sitt, og sami þingmeirihluti. Könnunin er líka athyglisverð fyrir það að tæp 80% gefa upp afstöðu. Þjóðin er greinilega á því að þetta stjórnarsamstarf sé skynsamlegt áfram, og telur að Sjálfstæðismenn eigi áfram að vera utan ríkisstjórnar. Þá er líka ljóst að fólk er hrætt við þann möguleika að ný BD stjórn taki við völdum eftir kosningar. Munurinn á DSV er líklega ekki marktækur, og það gerir komandi baráttu enn meira spennandi.

Ég hefði haft fyrirsögnina eitthvað á þessa leið "Stefnir í að VG tvöfaldi þingmannatölu sína", og undirfyrirsögnin, "-Sjálfstæðisflokkurinn missir fimmtung þingmanna sinna". Svo lélega niðurstöðu hefur flokkurinn ekki séð síðan 1987, þegar Borgaraflokkurinn kom fram, en þá fékk flokkurinn rúm 27%.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Þetta þykja mér slæm tíðindi...

... því að á meðan að landið á í efnahagskreppu, bankakreppu og siðferðiskreppu þá er hafa þessir flokkar eytt tímanum í að karpa um seðlabankastjóra og nú kosningalöggjöf og stjórnarskrá. Hefði ekki verið nær að tala um efnahagsmál?

...því að sumir stjórnarliðar hafa sagt að okkar mikilvægustu ákvæði, meðal annars eignarréttarákvæðið séu ekki heilög þegar kemur að endurskoðun stjórnarskrárinnar.

...því að þessi ríkisstjórn lítilsvirti bæði stjórnarskránna og þjóðina þegar að hún tók óþekktan Norðmann fram yfir mann með áratugareynslu sem aðalhagfræðingur Seðlabanka til þess að setja í starf Seðlabankastjóra og þurfti í leiðinni að snúa út úr stjórnarskrá landsins.

... því að landbúnaðar,sjávarútvegs og fjármálaráðherra hefur lýst yfir vilja til þess að fara gegn meirihluta þjóðarinnar í hvalveiðimálum með löggjöf.

... þessi ríkisstjórn var harðlega gagnrýnd fyrir framgang sinn gegn Seðlabankastjórnum fyrrverandi. Bréfaskriftir sem að eiga sér enga hliðstæðu innan stjórnsýslu á Íslandi og alger niðurlæging manna sem að höfðu starfað hjá Seðlabanka í áratugi. Annar síðan 1969 og hinn síðan 1971. Og það allt til þess að koma höggi á einn mann.

... þessi ríkisstjórn lítilsvirti þingið með því að stöðva þingstörf heilan dag til þess eins að formenn ríkisstjórnarflokkanna gætu hellt sér yfir formann Framsóknarflokksins. Þarna var ríkisstjórnin farin að segja Alþingi fyrir verkum. Þetta finnst mér undarlegt vegna þess að þessir sömu flokkar hafa talað fyrir því að efla Alþingi. Þarna átti forseti Alþingis, Guðbjartur Hannesson að standa í lappirnar og segja forsætisráðherra að hann gæti talað við hvern sem að hann vill, þingið eigi að geta starfað samt sem áður því að frumvarpið um Seðlabanka var ekki einu sinni á dagskrá.

...þessi ríkisstjórn eða formenn hennar settu þingmann, Guðbjart Hannesson í starf forseta þingsins eftir innan við 2 ára starf sem þingmaður. Er það eðlilegt? Er þetta fagmennskan sem að ríkistjórnarflokkarnir hafa verið að predika um?

...þrátt fyrir háværar kröfur um að flokkarnir sem að voru við völd þegar bankahrunið varð, þá situr Samfylkingin ennþá í ríkisstjórn. Ég hef oft velt því fyrir mér, hvernig Samfylkingin axlar ábyrgð? Er það með því að henda samstarfsflokknum út úr ríkisstjórn og mynda nýja?

Og þetta hef ég á móti ríkisstjórninni eftir rétt rúmlega mánaðar setu á valdastóli. Þetta er örugglega svipaður listi og Sjálfstæðisflokkurinn safnaði á 18 árum. Ég trúi því að þjóðin muni sjá að sér þegar að það sér að það verður enginn endurnýjun í VG og Samfylkingunni en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ganga í endurnýjun lífdaga. Þjóðin á eftir líka að sjá að þrátt fyrir fögur loforð og fyrirheit þá hefur í raun ekkert breyts. Við erum með sömu gömlu og gerspilltu kratana og Alþýðuflokkinn og áður, þessir flokkar heita bara nýjum nöfnun.

Jóhann Pétur Pétursson, 5.3.2009 kl. 21:38

2 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er sértrúarsöfnuður spilltra veruleikafirrtra landráðamanna sem eru búnir að gera Ísland gjaldþrota.
Að Sjálfstæðisflokkurinn skuli nú bjóða fram til Alþingiskosninga má líkja við að nasistaflokkurinn með Göring í fararbroddi hefði verið
í framboði til þýska  ríkisþingsins eftir stríðið.

Það ætti að banna Sjálfstæðisflokkinn með lögum eins og gert var með nasistaflokkinn i Þýskalandi.

 Það er móðgun við Íslensku þjóðina að þessi landráðaflokkur sé vaðandi um á skítugum skónum inn á virðulegu löggjafarþingi Íslenska
lýðveldisins.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/05/hrunin_frjalshyggjutilraun/
http://www.icenews.is/index.php/2008/10/13/richard-portes-analyses-the-shocking-errors-of-icelands-meltdown/

Jón (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 01:50

3 identicon

Svona til áréttingar, þá er útkoman úr þeim tölum sem þú nefnir um þingmannafjölda tveimur of mikið, því 37 + 28 voru í mínum skóla 65 en þingmenn eru 63. Þetta svona ýtir aðeins undir þá óskhyggju sem vinstri menn ala í brjósti að þeir skuli bæta heldur í fjölda sinna manna. En þetta var nú bara útúrdúr svona til að minna á.

En hitt er öllu alvarlegra, ef þessi samsuða, í raun margra flokkabrota situr að völdum eftir næstu kosningar sem í mínum huga verður ekki. Ég er eldri en tvævetur og man vinstri stjórnirnar frá í denn, sem settu allt um koll þrátt fyrir ágætar ytri aðstæður á köflum. Þeir kunna einfaldlega ekkert á rekstur þjóðarbús. Þeir stjórna með boðum og bönnum, minnisstæðust eru mér öll bráðabirgðalögin sem sett voru í þeirra tíð og miðstýring alls.

Mér finnst líka athyglisvert, sé litið til þeirra krafna sem uppi hafa verið um endurnýjun í pólitíkinni að þá skuli allir þingmenn VG sækjast eftir endurkjöri og verða líklega enn í forsvari fyrir stjórnmálaaflið. Sama er uppi hjá Samfylkingunni, þar sem tvíeykið Jóhanna/Ingibjörg hafa boðað samstöðu um völd.

Mér finnst einnig ákaflega skrítið, að stjórnarflokkarnir skuli vera berja í gegn sýndarfrumvarp um breytinar á kosningalögum, sem lúta að persónukjöri en hafa um leið nánast ákveðið að ganga bundnir til kosinga. Það er sem sé sama, hvort manni dytti í hug að velja persónu, hún væri samt sem áður bundin flokksræðinu, og gildir þá einu hvar í flokki menn standa.

hafsteinn (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 10:08

4 identicon

Mér finnst það soldið skrýtið að Sjöllunum svíði að það hafi verið ráðinn Norðmaður tímabundið í Seðlabankann - en finnst hinsvegar allt í lagi að ráða innanflokksgæðinga og Davíðssyni í opinber embættisstörf.

Þið eruð afskaplega uppteknir af því að benda á flísina í augum vinstrimanna, er það ekki? 

Magnús (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 15:24

5 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Það þurfti ekki að snúa út úr stjórnarskránni til þess að ráða Davíð Oddsson seðlabankastjóra.

En Jón, það er söguleg staðreynd að einu flokkarnir sem að hafa komist til valda í skugga ofbeldis eru ekki Sjálfstæðisflokkurinn heldur Vinstri Grænir og Samfylkingin. Og það að kenna Sjálfstæðisflokkkinn við Nasistaflokkinn er álíka jafn smekklegt og að kenna Vinstri Græna við Kommúnistaflokkinn, sem að var gerspilltur og fór mjög illa með rússnesku þjóðina. Slíka samlíkingu dytti mér hins vegar aldrei í hug að setja fram, því að það væri móðgun við þá sem að í Vinstri hreyfinguni Grænu framboði starfa.

En í hverju eru landráðin fólgin? Mistökum í hagstjórn? Einkavæðingu bankanna? Á hverju byggiru þessar fullyrðingar þínar? Þetta er hins vegar mjög ósmekkleg, óröstudd og mjög óskynsöm fullyrðing og hún gerir ekkert annað en að lýsa þér Jón og hugsanagangi þínum.

Jóhann Pétur Pétursson, 6.3.2009 kl. 16:11

6 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Þakka athugasemdirnar hér að ofan. Ég ætla ekki að elta ólar við málflutning sem er afflutningur að mestu leiti Jóhann. Það er endalaust hægt að týna upp einhver atriði sem fallið hafa illa á báða bóga hvort sem vinstri eða hægri menn hafa verið í stjórn.

Sjávarútvegsráðherra staðfesti gjörning EKG sem hann gerði nær umboðslaus, korteri áður en hann hvarf úr ráðuneytinu, en hafði skynsemi til að bæta reglugerð EKG m.a. með því að loka ákveðnum svæðum, setja inn endurskoðunarákvæði osrfv. Karpið eins og þú kallar það um seðlabankastjóra hefði aldrei komið til ef tilteknir menn hefðu þekkt sinn vitjunartíma. Það gerðu þeir ekki. Stjórnarskráin er í fullu gildi og verður vonandi fljótt betri. Setningar erlendra ríkisborgara í stöður á Íslandi hafa tíðkast um árabil og með eindæmum heimóttarlegt að halda því fram að stjórnarskráin hafi verið brotin.

Menn eru fljótir að gleyma því að í upphafi hrunsins lögðu VG til að þjóðstjórn yrði komi á, en m.a. fyrir viljaleysi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar náðist ekki samstaða um slíkt. Þegar ráðuneyti Geirs fór frá völdum voru einfaldlega ekki aðrir kostir í stöðunni. Varðandi reynslu og reynsluleysi mætti benda á að Sjálfstæðismenn settu mann með enga þingreynslu yfir ríkisstjórn Íslands 1991, sem var einsdæmi í lýðveldissögunni, þeir settu síðan mann í stöðu seðlabankastjóra sem hafði enga reynslu af slíkum störfum og þannig mætti lengi telja.

Ég þakka þér Hafsteinn fyrir að leiðrétta prentvillu mína. Það er hins vegar skondið að enn skuli menn sem virðast hafa stutt stjórnir Sjálfstæðisflokksins á undangengnum árum reyna að halda því fram að vinstri menn geti ekki ráðið við stjórn efnahagsmála. Mítan um sterk tök hægrimanna á ríkisfjármálum er dauð.

Það kann að vera að þú sért eldri en tvævetur, en nákvæmni þín í söguskoðun mætti vera meiri. Þannig er að á Íslandi hafa aldrei setið tveggja flokka vinstri stjórnir fyrr en nú,  og hér hefur aldrei á lýðveldistímanum, né fyrr, verið meirihlutastjórn tveggja vinstriflokka. Vinstri stjórnir á Íslandi hafa alltaf haft 3ja hjólið undir vagninum, ýmist framsókn, flokksbrot úr sjálfstæðisflokknum, borgaraflokkinn og fleiri. 

Það er að mínu viti afar hollt fyrir lýðræði í hvaða ríki sem er að flokkar og stefnur skiptist á að stjórna og hafa forystu í málum. Löng stjórnarseta sama flokks eins og gerðist á Íslandi á s.l. 18 árum er óheppileg fyrir lýðræðið og hættan á spillingu eykst eins og dæmin sanna, bæði héðan af Íslandi og annars staðar úr heiminum.

Ólafur Þór Gunnarsson, 6.3.2009 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband