Færsluflokkur: Bloggar

Aðgerðir strax

Enn meiri fjöldi er á góðri leið með að komast í neikvæða eignastöðu. Sumir þessara einstaklinga og fjölskyldna hafa misst vinnuna og eiga í raun engann séns á að snúa taflinu sér í hag án utanaðkomandi hjálpar.

Þessu fólki þarf að hjálpa. Hvort sem það er með því að fyrirbyggja að það lendi á götunni, með því að íbúðalánasjóður taki yfir húsnæði þeirra og leigi það til þeirra, eða að einhver hluti skulda þeirra verði felldur niður eða afskrifaður. Með flötum niðurfellingum yfir línuna ákveðum við að hjálpa þeim minna sem þurfa á því að halda. 

Eitt skilmerki fyrir því að vera í "fyrsta hópnum" sem fær hjálp gæti t.d. verið neikvæð eignastaða, eða atvinnuleysi. Það verður að byrja einhvers staðar og þetta er að mínu mati skársti upphafs punkturinn. Við megum heldur ekki gleyma hópnum sem er á leigumarkaði og getur ekki staðið undir leigu vegna tekjumissis eða hækkana. Þessum hópum þarf að hjálpa strax.


mbl.is 14 þúsund heimili eiga bara skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beita sjálfa sig málþófi !

Ég man ekki betur en Sjálfstæðismenn segðust styðja þetta frumvarp. Í því ljósi er enn merkilegra að þeir skuli vera að þvælast fyrir afgreiðslu þess. Auðvitað er þetta ekki boðlegt, flokkurinn sem lagði hvað mesta áherslu á að stöðva málþóf, fór svo langt að breyta þingskaparlögum til þess, er nú að leika þennan leik. Auðvitað er það eitt af þeim tækjum sem stjórnarandstaða hefur á hverjum tíma að þæfa málið, en það er óvenjulegt þegar um er að ræða mál sem þeir hafa hingað til ekki verið á móti, og lögðu raunar sjálfir drögin að meðan þeir voru enn í stjórn.
mbl.is Saka sjálfstæðismenn um málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ekki sagt að það væri allt í lagi .....?

Nú er á sjötta mánuð liðið frá hruni, og í dag fór Straumur-Burðarás í þrot. Íslenska ríkið "eignaðist" enn einn bankann.  Bankastjóri þessa banka sagði í sjónvarpsviðtali fyrir skemmstu að bankinn stæði vel..........Höfum við heyrt þetta áður ? Nú kann að vera erfitt að standa í brúnni á fyrirtæki og segja upphátt, "við erum að fara á hausinn", en látum það nú vera. Hitt er verra þegar mennirnir í brúnni segja blákalt, "hjá okkur er allt í lagi" og nokkrum vikum síðar eru þeir orðnir opinberir ómerkingar og farnir á hausinn.  Þarna vantar eitthvað upp á siðferðið, og ef þetta er það sem tíðkast í bankaheiminum þá þarf að breyta því. Hluti af því uppgjöri sem nú er að fara fram í íslensku samfélagi þarf að snúast um trúverðugleika og heilindi. Án þessara gilda getum við ekki búist við að grói um heilt.

Til hamingju Blikar !

Til hamingju Blikar með frábæran árangur! Það verður verðugt verkefni í 1. umferð úrslitakeppninnar á móti KR.
mbl.is Breiðablik í úrslitakeppnina - Þór féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ragnar Reykáss heilkennið"

Það er óneitanlega svolítið sérstakt að fleiri skuli vera á móti aðild að ESB en fylgjandi, en úr sömu könnun megi lesa að meirihluti vilji aðildarviðræður ! Ber að túlka þetta svo að hluti þeirra sem eru á móti en vilja samt viðræður séu að þreyfa fyrir sér, eða eru þeir að vona að fleiri snúist á sveif á móti aðild ef viðræður fara fram ? Erfitt að skilja þetta. Kannski svolítið týpiskt fyrir Íslendinga, og kannski hluti af "Ragnar Reykáss heilkenninu". Í mínum huga er ljóst að áður en það er skynsamlegt að fara af stað í aðildarviðræður, eða ámálga þær yfirleitt, verðum við að taka til í okkar eigin garði. Ég get ekki séð það fyrir mér að það sé neitt vit í að "semja" sig inn í félag þegar maður er með allt niður um sig. Samningsstaða okkar hlýtur að vera veikari við slíkar aðstæður en ella, og því ættum við að forgangsraða öðrum verkefnum nú.
mbl.is Flestir vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein leið til að sporna við atvinnuleysi

Enn eitt gott mál frá ríkisstjórninni. Hér er á ferðinni skynsamleg leið til að hvetja einstaklinga fyrirtæki og stofnanir til að ráðast í viðhaldsverkefni og aðrar framkvæmdir. Fyrir var endurgreiðslan tæp 15% af heild, en verður nú 24,5% af heild. Breytingin gerir að verkum að ódýrara verður að ráðast í framkvæmdir og verður vonandi til þess að iðnaðarmenn og aðrir sem koma að nýbyggingum og viðhaldi, haldi vinnunni og ráðist verði í verkefni sem ella hefðu ekki orðið.
mbl.is Frumvarp um endurgreiðslu virðisaukaskatts að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk vísbending um styrka stjórn eftir kosningar

Það er lykilatriði í þessari könnun að ríkisstjórnarflokkarnir fengju 37 þingmenn, og hinir 28. Þetta er svipað fylgi og DB stjórnin hafði síðasta kjörtímabil sitt, og sami þingmeirihluti. Könnunin er líka athyglisverð fyrir það að tæp 80% gefa upp afstöðu. Þjóðin er greinilega á því að þetta stjórnarsamstarf sé skynsamlegt áfram, og telur að Sjálfstæðismenn eigi áfram að vera utan ríkisstjórnar. Þá er líka ljóst að fólk er hrætt við þann möguleika að ný BD stjórn taki við völdum eftir kosningar. Munurinn á DSV er líklega ekki marktækur, og það gerir komandi baráttu enn meira spennandi.

Ég hefði haft fyrirsögnina eitthvað á þessa leið "Stefnir í að VG tvöfaldi þingmannatölu sína", og undirfyrirsögnin, "-Sjálfstæðisflokkurinn missir fimmtung þingmanna sinna". Svo lélega niðurstöðu hefur flokkurinn ekki séð síðan 1987, þegar Borgaraflokkurinn kom fram, en þá fékk flokkurinn rúm 27%.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafmagn á niðursettu verði til matvælaframleiðslu

Ég heyrði í morgun(4.3) á tal tveggja forsvarsmanna bænda. Þar var meðal annars talað um mikilvægi matvælaframleiðslu í landinu, og matvælaöryggi. Annað bar einnig á góma sem ég hef oft velt fyrir mér, bæði upphátt og í hljóði, en það er hvers vegna við notum ekki innlenda orku í meira mæli til matvælaframleiðslu.

Af hverju bjóðast garðyrkjubændum ekki sambærileg kjör á rafmagni og til að mynda stóriðju? Af hverju fá kúa,- svína,- hænsna og aðrir bændur ekki raforku til búa sinna á stórlega niðursettu verði ? Jafnvel þó að raforkunotkun þessarra bænda sem hóps væru ekki jafn mikil og eins stóriðjuvers, hvers vegna ekki að bjóða þeim sameiginlega sem stórkaupanda að fá orku á niðursettu verði.  Getum við á tímum þegar krónan er illa stödd og innflutningur á matvælum er afar dýr horft fram hjá svona leiðum ?


"Guns don't kill people......."

Það er hreint og beint sorglegt að fylgjast með þeirri afneitun sem margir forystumenn Sjálfstæðisflokksins virðast vera í.  Láta nánast eins og þeir hafi hvergi komið nærri hruninu og það skipti  örugglega ekki meginmáli. Það hefur aldrei þótt merki um manndóm á Íslandi að benda á aðra þegar spurt er um ábyrgð gerða sinna. Viðbrögð Geirs Haarde, Bjarna Ben., og fleiri forystumanna minna helst á helstu slagorð félags amerískra byssueigenda (National Rifle Association) þegar þeir segja "Guns don't kill people..........."
mbl.is Hér var ekki hörð frjálshyggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spörum milljarða með bættri heimaþjónustu

Í fréttum ríkissjónvarpsins í kvöld var   bent á að með aukinni áherslu á heimahjúkrun og heimaþjónustu mætti spara verulega fjármuni og jafnframt gera fólki kleyft að vera heima hjá sér frekar en að flytja á stofnun. Á þetta hefur verið bent margoft á undanförnum árum, og vonandi að menn fari nú að taka við sér. Eitt lykilatriðið í því efni er sú samræming heimahjúkrunar ríkisins og heimaþjónustu sveitarfélaganna sem er nú að fara í gang á höfuðborgarsvæðinu.

Auðvitað væri best að þessi nærþjónusta væri á hendi sveitarfélaganna, en þá þarf að fylgja fjármagn við flutning verkefna. Ársdvöl á hjúkrunarheimili kostar nú í kringum 7 milljónir skv. upplýsingum heilbrigðisráðuneytisins. Ef við setjum aukið fjármagn í heimaþjónustu og heimahjúkrun sköpum við mörg störf, án stofnkostnaðar, um leið og við tryggjum að fólk fái þá þjónustu sem það á rétt á og vill.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband