12.3.2009 | 19:13
Forval VG í Kraganum, býð mig fram í 3.-4. sætið
Forvalið er byrjað, þ.e. utankjörfundaratkvæðagreiðslan. Íbúar í Kraganum geta gengið í flokkinn á kjörstað, og kosið, allt þar til kjörfundi lýkur.
Sjálfur sækist ég eftir 3.-4. sætinu. Ég hef verið bæjarfulltrúi frá 2006, og oddviti VG í Kópavogi frá 2002. Helstu áherslumál mín eru þessi
- Stöndum vörð um velferðarkerfið
- Bætum þjónustu við aldraða og öryrkja með aukinni áherslu á heimaþjónustu og spörum þannig með bættri þjónustu.
- Leggjum áherslu á græna atvinnustarfsemi
- Notum innlenda orku til grænmetisframleiðslu, niðurgreiðum frekar orku til innlends landbúnaðar en erlendrar stóriðju
- Setjum strax í gang aðgerðir til að hjálpa þeim fjölskyldum sem standa verst, engar flatar niðurfellingar sem fyrstu skref
- Lækkum vexti, lækkum verðbólgu og fellum niður verðtryggingu í þessari röð
- Aukum notkun innlendrar orku á bíla og önnur farartæki. Fellum niður innflutningsgjöld, tolla og skatta af rafmagnsbílum. Rafmagn á niðursettu verði fyrir bílaflotann.
- Tökum aftur upp strandsiglingar
- Markvissar aðgerðir til að minnka launamun
- Eflum lýðræðislega umræðu, og eflum almenning til þátttöku. Almenningur hafi áhrif á ákvarðanir á milli kosninga
Ef þú lesandi góður ert sammála mér um þessi mál, þá mætirðu í forvalið á laugardaginn 14. mars í Hamraborg 1-3, Strandgötu 11 eða Hlégarði kl. 10-22.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.