Takk fyrir stuðninginn

Forvali VG í Kraganum lauk í gærkvöld og niðurstöður liggja fyrir. Sterkur listi, með góðri blöndu af ferskum nýjum frambjóðendum og reynsluboltum. Þessi listi verður öflugt vopn í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. Um leið og ég þakka fyrir þann stuðning sem ég fékk vil ég þakka kjörstjórn forvalsins og öllum starfsmönnum sem að komu fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu okkar allra sem tókum þátt. Næst er landsfundur (20.-22.3) og í kjölfarið hefst svo kosningabaráttan á fullu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Þakka kveðjuna. Kjörstjórn í forvalinu ákveður endanlega röðun, en viðmiðunar reglan hefur verið að hver tvö sæti megi ekki vera skipuð einstaklingum af sama kyni. Þannig að í 1. og 2. séu karl-kona, eða  kona-karl, í 3. - 4. séu karl-kona eða kona-karl o.s.frv. Því myndi Andrés færast niður fyrir Margréti ef reglan verður notuð. Listinn má semsagt vera karl kona kona karl, eða kona karl karl kona, eða karl kona karl kona o.s.frv.

Ólafur Þór Gunnarsson, 15.3.2009 kl. 18:39

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Til hamingju með þetta Óli!  Það var löngu tímabært að "Sárir og súrir fætur" fengju fulltrúa á þingi! :)

Sigurður Viktor Úlfarsson, 16.3.2009 kl. 01:04

3 identicon

Kæri bekkjarbróðir!  Gratúlera þennan árangur, sannfærður að þú verðir eldri borgurum verðugur fulltrúi.   Áfram Óli.

lýður árnason (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband