Komum lögum yfir lögbrjóta og útrásarþjófa.

Svo segja menn að ekkert sé verið að gera til að ná tökum á liðinu sem stóð fyrir hruni Íslands. 200 milljónir og tugir starfsmanna með Evu Joly í liðinu hljóta að skipta einhverju máli. Vonandi bara ekki of seint. Pappírstætararnir og gagnaeyðingin hefur verið á fullu allt frá hruni, og vafalítið eru margir búnir að koma sínu í "skjól". Ef bara verður hægt að koma lögum yfir fólk, þó lítið innheimtist, er ég nokkuð viss um að þjóðinni liði betur.
mbl.is Joly sérstakur ráðgjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þó ekkert innheimtist vil ég a.m.k. hefnd. Grimmilega

Finnur Bárðarson, 28.3.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: ThoR-E

Hefnd já takk!

ThoR-E, 28.3.2009 kl. 12:55

3 identicon

Kannski ekki hefnd.

Ströng viðurlög og upptaka fjármunanna sem stolið var. 

Við þurfum uppgjör. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 13:57

4 Smámynd: ThoR-E

Það þurfa einhverjir að taka ábyrgð. Hefnd er kannski rangt orð, en mér finnst bara helv#$#$ hart að þúsundir Íslendinga hafa misst vinnuna vegna bankahrunsins.. á meðan eigendur bankanna eiga væna sjóði á Tortola eyjum eða í Sviss og geta haldið áfram sínu lúxuslífi.. á meðan fórnarlömb þeirra.. þurfa að bíða í biðröð hjá fjölskylduhjálpinni og fá ölmusu.

ThoR-E, 28.3.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband