Bjarni Harðarson : "Ísland skal á ESB hraðlestina"

Ef notuð er sama aðferðafræði við túlkun ummæla og Bjarni Harðarson fyrrverandi framsóknarmaður notar á blogg síðu sinni (bjarnihardar.blog.is) má túlka ummæli hans á þann hátt að hann vilji fara inn í ESB með hraði. Þar með mætti halda því fram að hann væri að svíkja vini sína og kjósendur með afgerandi hætti. En svo er ekki, a.m.k. held ég að svo sé ekki.

Bjarni velur að afflytja og slíta úr samhengi ummæli Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur af landsfundi VG þar sem hún sagði á afgerandi hátt að hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB. Ég var á fundinum, en varð ekki var við Bjarna. Lilja sagði einnig að ef til kæmi að Íslendingar færu í viðræður þá ætti að taka ákvörðun um aðild á lýðræðislegan hátt, með þjóðaratkvæðagreiðslu, þannig flokkur væri VG.

Það er merki um mikla málefnafátækt hjá Bjarna og samtökum hans að velja að afflytja stefnu VG í Evrópumálum. Bjarna væri nær að útskýra hvers vegna hann fór á þing fyrir flokk sem á þeim tíma var helsti málsvari ESB aðildar á Íslandi.


Stjórnin með góðan byr

Það er greinilegt að almenningur í landinu treystir núverandi stjórn ágætlega fyrir þeim verkum sem henni hafa verið falin. Fylgi við stjórnina eykst frá síðustu könnun, og samanlegt fylgi flokkanna sem í henni eru eykst nokkuð. "Litlu" framboðin mælast enn lítil, enda fengið mjög takmarkaða kynningu enn sem komið er. Það er von að Sjálfstæðismenn séu ókyrrir yfir þessu, þeir bíða í ofvæni eftir að fá að ræsa kosningavélar sínar. Það hlýtur að teljast afrek að stjórn sem er með minnihluta á þingi, tekur við vonlausu búi og þarf að standa fyrir óvinsælum ákvörðunum skuli mælast með stuðning nær tveggja þriðju hluta þjóðarinnar.
mbl.is Ný könnun: Stjórnarflokkarnir fengju meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferlega eitthvað 2007

Það er með ólíkindum hvað þessi aðgerð Granda manna er eitthvað 2007. Greinilegt að þeir Ólafur Ólafsson og Kristján Loftsson sem eru meðal aðaleigenda fyrirtækisins, eru engan veginn í takt við samfélagið.

Í mínum huga er þetta sambærilegt við AIG tryggingarisann í BNA sem greiddi stjórnendum milljóna bónusa (þrátt fyrir að fyrirtækið væri rekið með milljarða tapi á s.l. ári) á sama tíma og þeir nutu gríðarlegra ríkisstyrkja.

Ég hef áður talað um hér á blogginu að útrásarvíkingarnir ættu að sýna manndóm og deila kjörum með þjóðinni. Hér er eitt slíkt tækifæri.

Reiði verkalýðshreyfingarinnar er réttlát, og hún á að knýja þessa menn til að taka þetta til baka, öðrum kosti standi þeir við gerða samninga.


mbl.is „Hreinlega siðlaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostar ekkert að afskrifa skuldir ?

Ég hlustaði á Tryggva Herbertsson útlista tillögur sínar í Kastljósi í gær. Það sem hann segir er að með því að breyta afskriftahugmyndum bankanna og afskrifa bara allt um 20%, þá séu bankarnir í raun ekki að borga neitt út því þeir hafi fyrir ákveðið að afskrifa allt að 50%, ef ég skildi hann rétt. Þetta kann vel að vera rétt, en þarna í er ein hugsanavilla. Ef við ákveðum að afskrifa 20% af öllum skuldum þá erum við í stórum stíl að færa fólki sem ekki þarf aðstoð peninga. 

Ef við ætlum að halda því fram að þetta kosti ekkert því við höfum hvort eð er ætlað að afskrifa, gætum við eins sagt að ef við veljum úr þá sem við afskrifum hjá, þá spörum við enn meira, og getum þá væntanlega hjálpað þeim meira sem þurfa þess með. Það er ekki hægt að halda því fram að afskriftir kosti ekki neitt, þegar inni í þeim afskriftum eru skuldir sem skuldararnir ráða vel við  að borga. Þetta er skemmtileg tilraun hjá Tryggva og kom honum í Kastljósið, en stenst ekki skoðun.


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk fyrir stuðninginn

Forvali VG í Kraganum lauk í gærkvöld og niðurstöður liggja fyrir. Sterkur listi, með góðri blöndu af ferskum nýjum frambjóðendum og reynsluboltum. Þessi listi verður öflugt vopn í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. Um leið og ég þakka fyrir þann stuðning sem ég fékk vil ég þakka kjörstjórn forvalsins og öllum starfsmönnum sem að komu fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu okkar allra sem tókum þátt. Næst er landsfundur (20.-22.3) og í kjölfarið hefst svo kosningabaráttan á fullu.


Bið um stuðning í 3.-4. sætið í forvali VG í Kraganum

Forvalið er í dag, kosið til kl.22. Nú þurfa allir að mæta, og tryggja að kosningin verði góð.  Kraginn er eitt mikilvægasta kjördæmið, hefur hingað til verið býsna blár en í vor getum við breytt því. Ég sækist eftir stuðningi í 3.-4. sætið. Kjörstaðir Hamraborg 1-3, Strandgötu 11 og Hlégarður í Mosfellsbæ.

Fáránleg samsetning

Það er hreint fáránlegt að það hafi raðast svona í nefndina. Þar stendur upp á minn flokk, hinn stjórnarflokkinn og alla hina nema kannski Framsókn. Þessa skipun þarf að taka upp, og ef þarf samráð milli flokka til að menn komi ekki að borðinu "með bestu karlana sína", "alveg óvart", þá er slíkt samráð til bóta. Það er 21. öldin og svona vitleysa gengur ekki.
mbl.is Þingkonur mótmæla karlanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Kópavogur !

Lið Kópavogs vann Útsvar, eftir verðuga keppni við Fljótsdalshérað. Alltaf gaman að góðum fréttum úr sínum heimabæ, heilbrigður hrepparígur og allt það. En til hamingju með þetta Kópavogur.
mbl.is Kópavogur vann Útsvarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga til næsta Garðabæjar !

Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að VG félag væri stofnað í Garðabæ.  Þetta var gert í kvöld, milli 60 og 70 manns mættu, rífandi stemmning. Frambjóðendur í forvali mættu einnig og bökuðu ofan í fundarmenn. Frábær fundur og gefur góð fyrirheit um það sem koma skal.

Forval VG í Kraganum, býð mig fram í 3.-4. sætið

Forvalið er byrjað, þ.e. utankjörfundaratkvæðagreiðslan. Íbúar í Kraganum geta gengið í flokkinn á kjörstað, og kosið, allt þar til kjörfundi lýkur.

Sjálfur sækist ég eftir 3.-4. sætinu. Ég hef verið bæjarfulltrúi frá 2006, og oddviti VG í Kópavogi frá 2002. Helstu áherslumál mín eru þessi

  • Stöndum vörð um velferðarkerfið
  • Bætum þjónustu við aldraða og öryrkja með aukinni áherslu á heimaþjónustu og spörum þannig með bættri þjónustu.
  • Leggjum áherslu á græna atvinnustarfsemi
  • Notum innlenda orku til grænmetisframleiðslu, niðurgreiðum frekar orku til innlends landbúnaðar en erlendrar stóriðju
  • Setjum strax í gang aðgerðir til að hjálpa þeim fjölskyldum sem standa verst, engar flatar niðurfellingar sem fyrstu skref
  • Lækkum vexti, lækkum verðbólgu og fellum niður verðtryggingu í þessari röð
  • Aukum notkun innlendrar orku á bíla og önnur farartæki. Fellum niður innflutningsgjöld, tolla og skatta af rafmagnsbílum. Rafmagn á niðursettu verði fyrir bílaflotann.
  • Tökum aftur upp strandsiglingar
  • Markvissar aðgerðir til að minnka launamun
  • Eflum lýðræðislega umræðu, og eflum almenning til þátttöku. Almenningur hafi áhrif á ákvarðanir á milli kosninga

 

  Ef þú lesandi góður ert sammála mér um þessi mál, þá mætirðu í forvalið á laugardaginn 14. mars í Hamraborg 1-3, Strandgötu 11 eða Hlégarði kl. 10-22.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband