Færsluflokkur: Bloggar
31.3.2009 | 22:58
Sérkennileg afstaða
Sér ekki á svörtu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
31.3.2009 | 22:39
Enron skólinn
Ef við viljum árangur í rannsókninni mun það kosta eitthvað, ef við sættum okkur við B vinnubrögð þá kostar það minna. Mín tilfinning hefur verið að flestum þyki nokkru skipta að hægt verði að koma lögum yfir þá menn sem settu okkur á hausinn.
Fréttirnar af þeim feðgum í dag benda til þess að ekki hafi allt verið með felldu, og að menn hafi gegið í sömu "skóla" og Enron drengirnir. Ef það er tilfellið , þá verður að vinna vel og með færu fólki til að ná til allra sem gætu átt sök. Það er hverrar krónu virði.
Dapurlegar fréttir af Samson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2009 | 23:17
Mikilvægt skref í rétta átt
Greiðsluaðlögun komin í gegnum þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2009 | 21:26
Ekki allt satt, gott og rétt
Það er gott að Geir skuli nú loksins vera í standi til að segja að ekki sé allt satt, gott og rétt sem Davíð Oddson segir. Mér hefði ekki þótt óeðlilegt að hann gagnrýndi fleiri ummæli Davíðs, en látum hann njóta vafans, kannski sagði hann það en var ritskoðaður eða klipptur til af blaðamanni.
Raunar er sorglegt að þessi ræða Davíðs skuli algerlega hafa yfirskyggt allar aðrar fréttir af fundi Sjálfstæðismanna. Þjóðin hefði þurft að heyra meira um einkavæðingaráform þeirra í heilbrigðiskerfinu svo eitthvað sé nefnt, niðurskurð í velferðarkerfinu já og "nýjar lausnir" í skólamálum. Fjölmiðlar hafa þá skyldu að segja frá því sem er efst á baugi í samfélaginu, og fyrir kosningar ættu þeir að einbeita sér að því sem flokkarnir stefna að eftir kosningar.
Geir: Ómaklegt hjá Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2009 | 18:05
Vonandi er Davíð Oddsson ekki með Alzheimers sjúkdóm
Það er sorglegt þegar maður sem sjálfur hefur gengið í gegnum alvarleg veikindi, hefur aðra banvæna sjúkdóma í flimtingum , og óskar öðrum þess að fá þá. Er örvænting Sjálfstæðismanna virkilega slík að svona málflutningur eigi upp á pallborðið ?
Víkingar með Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
28.3.2009 | 17:07
Skattahækkanir í boði Sjálfstæðisflokksins.
Það var ekki við öðru að búast úr þessari átt. Flokkurinn sem hefur lagt íslenska hagkerfið í rúst, m.a. með óskynsamlegum skattalækkunum, þykist nú geta sagt sig frá ábyrgð með því að benda á VG sem skattahækkanaflokk. Hvernig ætla Sjálfstæðismenn að rétta við fjárlagahallann sem þeir bera ábyrgð á ? Með niðurskurði í velferðarkerfinu upp á 50 milljarða ?
Við skulum átta okkur á því að skattalækkanir áranna 2005-2007 erum við nú að greiða fyrir með vöxtum og verðbótum með skattahækkunum á næsta ári. Það er nefnilega að koma í ljós að það var engin innistæða fyrir þeim skattalækkunum sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn ákváðu. Við fáum þær ákvarðanir nú í hausinn, og Sjálfstæðismenn bera þar fulla ábyrgð.
Skattmann er mættur aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.3.2009 | 12:15
Komum lögum yfir lögbrjóta og útrásarþjófa.
Joly sérstakur ráðgjafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.3.2009 | 21:25
Sjálfbær atvinnustefna
Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að menn hafi kallað eftir hugmyndum VG í atvinnumálum, og kvartað undan því að VG hafni hugmyndum um stóriðju sem lausn á atvinnuleysi. Hér eru nokkrar hugmyndir mínar þar um, og það mætti telja fleiri.
- Við getum notað rafmagnið okkar og aðra innlenda orkugjafa til að framleiða grænmeti, með slíku mætti skapa hundruð starfa á landsvísu, með mun minni tilkostnaði en stóriðju. Niðurgreitt rafmagn í þessu tilliti væru skynsamlegra en margt annað. Eins getum við gert með aðra orku til innlendrar matvælaframleiðslu.
- Við getum flutt aftur inn í landið þá lyfja framleiðslu og vökvaframleiðslu sem hefur verið flutt héðan, og var ekki send úr landi vegna þess að hún bar sig ekki heldur vegna þess að ekki var nógu mikið á henni að græða. Aftur tugir starfa. (Í dag flytjum við inn um eða yfir 500 tonn af vatni til að gefa í æð en fyrir 10 árum var öll þessi framleiðsla hér heima)
- Við getum sett meiri áherslu á græna ferðaþjónustu, bæði með eflingu þjóðgarða og stækkun, og með markvissri vinnu með ferðaþjónustu aðilum. Ég tel að græn ferðaþjónusta muni á næstu árum skapa hundruðir starfa.
- Með lækkun vaxta, lækkun verðbólgu og afnámi verðtryggingar búum við í haginn fyrir fjölskyldur og atvinnufyrirtæki til að hafa svigrúm til að skapa fleiri störf.
- Með aukinni áherslu á vinnslu sjávarafla innanlands er hægt að halda í mörg störf, og skapa ný.
- Með aukinni áherslu á heimaþjónustu og heimahjúkrun má skapa hundruðir starfa, með litlum tilkostnaði, og um leið sparast milljarðar í fjárfestingum í dýrum hjúkrunarrýmum. Það sem meira, er fólk fær þjónustu þangað sem það vill fá hana.
- Með 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts af viðhaldsframkvæmdum, sem nýlega var samþykkt á Alþingi, skapast mörg störf.
Þannig mætti lengi telja, en eins og sést eru víða tækifæri, við megum bara ekki láta drauminn um stóra "vinninginn" villa okkur sýn eða flækjast fyrir. Við verðum að láta af forsjárhyggjunni sem felst í því að koma með stóru patentlausnirnar. Við eigum að hlú að hugmyndum og tillögum með stuðningi við nýsköpun og leggja sérstaka áherslu á hugmyndir sem byggja á sjálfbærri þróun. Þrátt fyrir allt er ódýrara og auðveldara að skapa störf í litlum og meðalstórum fyrirtækjum heldur en að bíða eftir því að draumurinn um einhverja stórverksmiðju rætist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2009 | 23:04
Síðbúin afsökun, ef afsökun skildi kalla.
Mistök gerð við einkavæðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.3.2009 | 23:08
Hannes, fyrrverandi bankaráðsmaður, ráðleggur þjóðinni.
Í opnu Morgunblaðsins í dag er grein eftir fyrrverandi bankaráðsmann Seðlabankans. Þar talar hann af nokkrum þjósti um núverandi seðlabankastjóra, forsætisráðherra, og fleiri sem honum virðist vera í nöp við.
Hann getur þess í engu að ábyrgðin á því hruni sem íslenska bankakerfið hefur lent í sé hans sjálfs. Nefnir að vísu neðanmáls setu sína í ráðinu öll árin sem skuldasöfnun þjóðarinnar jókst mest og óveðursský hrönnuðust upp en lætur hjá líða að nefna að honum datt ekki í hug að vara við, hvað þá reyna að grípa í taumana. Nei miklu frekar má segja að hann hafi hvatt til frekari þenslu, minna eftirlits og hrópað á þá sem vöruðu við sem úrtölumenn. Nú þykist þessi fyrrverandi bankaráðsmaður þess umkominn að segja þeim til sem reyna að slökkva eldana sem hann tók sjálfur þátt í að kveikja.
Það er ljóst að núverandi stjórnvöld þurfa ekki að vænta gagnlegra tillagna frá helstu hugsuðum Sjálfstæðismanna í efnahagsmálum. Þrátt fyrir að þeirra eigin nefndir hafi sagt að stefnan hafi ekki brugðist heldur fólkið, þá senda þeir í fremstu víglínu sama fólkið, með sömu hugmyndirnar. Það er þakkarvert að þeir skuli staðfesta með afgerandi hætti að úr þeirra ranni er einskis að vænta annars en stefnunnar sem leiddi okkur þangað sem við erum í dag. Vonandi halda forystumenn flokksins áfram að skrifa með þessum hætti, þjóðin veit þá hvað hún á að varast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)